Íþróttamaður Hrings 2017 Knapi ársins 2017

04.01.2018 - 18:53
 Svavar Örn Hreiðarsson er íþróttamaður Hrings 2017 með 520 stig og er þetta í annað skiptið sem hann hlýtur þennan titil. 
 
Svavar Örn hefur verið í fremstu röð á kappreiðarbrautinni undanfarin ár og sló ekki slöku við þetta árið enda var markmið hans að komast á HM í Hollandi með Heklu frá Akureyri og þangað komst hann þó leiðin hafi hvorki verið bein né greið.
 
En veltan sem þau tóku saman Svavar og Hekla er fyrir löngu orðin heimsfræg. Besti tími ársins hjá Svavari í 100 mtr Flugskeiði var á Heklu 7,25 sec  einnig náði hann góðum árangri á Flugari eða 7,78  sek. í 250 mtr Skeiði á Svabbi best á árinu 22,68 sec á Heklu.
 
Á stöðulista FEIF eru Svavar og Hekla í 2 sæti í 100 mtr skeiði með meðaltímann 7,45sec.
Árangur Svavars Arnar á keppnisárinu er m.a.:
10 sinnum lenti hann í fyrsta sæti
9 sinnum í öðru sæti  og
5 sinnum í þriðjasæti og eitt af því var á HM
Þess má geta að á Mývatn open ísmótinu var Svabbi með þrjú hröðustu hrossin en þar  er mældur hámarkshraði hestsins á skeiðsprettinum og þar fór Hekla á 45km  Jóhannes Kjarval á 43km og Flugar á 42km.