Suðurlandsdeildin hefst 6. febrúar

10.01.2018 - 08:25
 Nú styttist í að Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum fari af stað í annað sinn. Suðurlandsdeildin fer fram í Rangárhöllinni á Hellu og koma knapar af öllu suðurlandi til þess að taka þátt.
 
 Fyrsta mót er þann 6. febrúar og verður þá keppt í fjórgang. Suðurlandsdeildin fór af stað á síðasta ári við virkilega góðan orðstýr en sérstaða hennar er sú að atvinnumenn og áhugamenn keppa saman og mynda lið. Engin einstaklingskeppni fer fram. Liðin verða áfram 12 en knöpum fjölgar um einn í flestum liðum, bætt er við einum atvinnumanni. Mótin verða áfram fjögur og eru dagsetningar eftirfarandi.
 
6. febrúar - fjórgangur
20. febrúar - tölt
6. mars - parafimi
20. mars - fimmgangur
Keppni hefst alltaf kl. 18:00.
 
Á síðasta ári var það lið Krappa sem stóð uppi sem sigurvegar eftir mótin 4, lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfðus varð annað og lið Húsasmiðjunnar það þriðja, öll liðin taka aftur þátt. Í ár eru einnig nokkur ný lið og nýjir knapar innan sumra liða og verður virkilega spennandi að fylgjast með framvindu deildarinnar.
 
Liðin verða kynnt reglulega fram að fyrstu keppni. 
 
Sjáumst í Rangárhöllinni á Hellu þann 6. febrúar!