Fjórgangur - Meistaradeild í hestaíþróttum hefst 1. febrúar

12.01.2018 - 07:56
 Keppt verður í fjórgangi í Samskipahöllinni fimmtudaginn 1. febrúar. Við mælum með að allir fjölmenni í höllina og horfi á bestu fjórgangara landsins. 
 
Mótsetning hefst kl.18:30 en keppnin sjálf hefst 19:00. Hægt er að tryggja sér ársmiða á Tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða í andyrinu og í Top Reiter, Líflandi og Baldvini og Þorvaldi þegar nær dregur. 
 
Elin Holst sigraði fjórganginn í fyrra á Frama frá Ketilsstöðum og verður spennandi að sjá hvað þau gera í ár. 
 
Hægt er að fylgjast með Meistaradeildinni í beinni útsendingu á stöð 2 sport. En hægt er að tryggja sér áskrift inn á www.meistaradeild.is. Einnig er hægt að kaupa sér netáskrift sem bæði er í boði á íslensku og ensku.
 
Fylgist með Meistaradeildinni á Snapchat og Instagram undir nafninu meistaradeildin.
 
Frétt/mynd Facebook síða Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum‎