Suðurlandsdeildin: Lið Krappa

24.01.2018 - 12:21
 Ellefta liðið sem við kynnum til leiks í Suðurlandsdeildinni 2018 er lið Krappa. Styrktaraðili liðsins er Krappi ehf sem er rótgróið og öflugt byggingafyrirtæki á Hvolsvelli.
 
Sigurður Sigurðarson er Liðstjóri Krappa hann rekur tamningastöð í Hestheimum og Þjóðólfshaga . Lið Krappa sigraði Suðurlandsdeildina í fyrra. Sigurður hefur orðið Íslandmeistari í flestum greinum hestaíþrótta , heimsmeistari í fjórgang , ásamt því að vera eini knapinn sem hefur unnið allar hringvallargreinar landsmóts.
 
Lena Zielinski er 43 ára, fædd í Danmörku en er búin að búa á Íslandi í fjölda mörg ár. Lena býr á Efra-Hvoli þar sem hún rekur einnig tamningastöð. Auk hesta er Lena með 200 kindur og 5 hænur. Lena hefur komið fram í keppni og á kynbótasýningum í mörg ár.
 
Lea Schell er 27 ára, fædd í Þýskalandi. Hún kom til Íslands árið 2014 og hefur ekki snúið aftur heim. Lea hefur unnið hjá Lenu Zielinski á Efra-Hvoli í 3 ár. Lea hefur komið fram í keppni með góðum árangri. Áhugamál Leu er að spila golf á Strandarvelli með kærasta sínum Andra Má Óskarssyni.
 
Lárus Jóhann Guðmundsson hefur verið viðloðandi hestamennsku og tamningar frá blautu barnsbeini. Lalli er nýr liðsmaður Krappa og er að keppa í fyrsta skipti í Suðurlandsdeildinni. Lalli hefur keppt á hryssunni Tinnu frá Árbæ í skeiðgreinum með góðum árangri og stefnir að því að færa sig meira inn á hringvöllinn.
 
Þorvarður Friðbjörnsson er fáksmaður. Þorri hefur náð góðum árangri í keppni í áhugamannaflokki,  Reykjavíkurmeistari , íslandsmeistari áhugamannamótsins á Hellu 2016 bæði í tölti og Gæðingaskeiði, annar samanlagður í áhugamannadeild Spretts í einstaklingskeppni 2016 og sigraði liðakeppni áhugamannadeildar Spretts með liði Margretarhofs árin 2016 og 2017.
 
Benjamín Sandur er 18 ára, starfar við tamningar í Reykjavík með skóla. Hann hefur stundað hestamennsku frá því að hann man eftir sér og er búinn að vera á keppnisbrautinni í mörg ár og hefur prófað sig áfram á kynbótabrautinni með mjög góðum árangri. Benjamín Sandur hefur oðið  Reykjavíkurmeistari og íslandsmeistari í sínum flokkum.
 
--
 
Fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar fer fram 6. febrúar í Rangárhöllinni á Hellu. Keppt verður í fjórgang og hefst mótið kl. 18:00.
 
Suðurlandsdeildin fór af stað á síðasta ári við virkilega góðan orðstír en sérstaða deildarinnar er sú að atvinnumenn og áhugamenn keppa saman og mynda lið. Engin einstaklingskeppni fer fram. Deildin er samstarfsverkefni Hestamannafélagsins Geysis og Rangárhallarinnar. Liðin verða áfram 12 en knöpum fjölgar um einn í flestum liðum, bætt er við einum atvinnumanni.
 
Mótin verða áfram fjögur og eru dagsetningar eftirfarandi:
6. febrúar – fjórgangur
20. febrúar – tölt
6. mars – parafimi
20. mars – fimmgangur
 
Hér má finna allar nánari upplýsingar -https://www.facebook.com/events/1567726689929388/
 
Sjáumst í Rangárhöllinni í vetur!