Meistaradeild Cintamani í kvöld í Spretti

15.02.2018 - 14:09
 Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani hefst í kvöld kl. 19:00 í Samskipahöllinni í Spretti. Húsið opnar kl 17:00 en boðið verður upp á reykta hunangsskinku með brúnuðum kartöflum, hrásalati og rjómalagaðri sósu. Við hvetjum því alla til að mæta snemma í höllina !
 
Enn er hægt að tryggja sér ársmiða inn á TIX.IS en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér ársmiða á deildina og fá í kaupbæti húfu frá Cintamani. Einnig er hægt að kaupa miða á staka viðburði. Eins og áður verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Sport og á netinu inn á oz.com/meistaradeild
Þetta stefnir í hörku keppni með frábærum hestum svo fjölmennum í Samskipahöllina !