Allra sterkustu töltararnir!

14.03.2018 - 14:17
 Allra sterkustu töltarar landsins mætast laugardaginn 31.mars í Samskipahöllinni Spretti. 
 
Peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin 
1.sæti 300.000kr
2.sæti 200.000kr
3.sæti 100.000kr
 
Veglegt happadrætti í hátt á aðra milljón. 1000kr miðinn en allur ágóði rennur til styrktar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum
 
Húsið opnar kl.17:00, 3500kr inn. 
 
Drög að dagskrá:
17:00 Húsið opnar
19:00 Forkeppni
20:30 Fjórir stóðhestar
20:45 Hlé 
21:30 Happadrætti
21:45 Úrslit
22:15 Mótslok og létt bjórkvöld
 
Takið daginn frá, styrkið landsliðið og njótið þess að fylgjast með sterkustu tölturum landsins etja kappi.