Ræktunarbú á Landsmóti – Umsóknarfrestur rennur út 1. júní!

01.06.2018 - 14:22
 Að venju verða ræktunarbússýningar á Landsmóti í Reykjavík í sumar. 10 bú fá þátttökurétt í dagskrárliðnum en dregið verður úr hópi umsækjenda. 
 
Sýning ræktunarbúa fer fram á föstudagskvöldi klukkan 21:00 og líkt og áður verður kosning meðal áhorfenda um hvaða ræktunarbú hljóta þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. 
 
Ásamt því að koma fram á Landsmótinu fá ræktunarbú síðu í mótskrá til kynningar á búinu og þeim hestum sem koma fram í þeirra sýningu.
 
Nánari upplýsingar um allt sem tengist ræktunarbúsýningum á Landsmóti má finna á síðu landsmóts: http://www.landsmot.is/is/keppendur/raektunarbu 
 
Umsóknarfrestur er til 1. júní næstkomandi og skulu umsóknir berast á landsmot@landsmot.is