Þrumufleygur vann B-úrslitin

06.07.2018 - 10:44
 Þrumufleygur frá Álfhólum vann B-úrslitin í B-flokki með 8,79 og hafði með einum hundraðshluta betur en Arna frá Skipaskaga sem hlaut 8,78. Það var Viðar Ingólfsson sem sat Þrumufleyg og Sigurður Sigurðarson sem stýrði Örnu. 
 
Úrslitin voru sterk og spennandi og smáatriði sem skildu efstu hesta að. 
 
B-flokkur B-úrslit
9 Þrumufleygur frá Álfhólum / Viðar Ingólfsson 8,79
10 Arna frá Skipaskaga / Sigurður Sigurðarson 8,78
11 Hnoss frá Kolsholti 2 / Helgi Þór Guðjónsson 8,75
12 Vökull frá Efri-Brú / Ævar Örn Guðjónsson 8,73
13 Líney frá Þjóðólfshaga 1 / Lena Zielinski 8,62
14 Póstur frá Litla-Dal / Gústaf Ásgeir Hinriksson 8,62
15 Glóinn frá Halakoti / Ólafur Ásgeirsson 8,60
16 Sproti frá Enni / Þórdís Erla Gunnarsdóttir 8,59
 
frétt/landsmot.is