Sölusýning Félags Hrossabænda

02.10.2018 - 09:09
 Þann 26. Október kl 17:00 efnir Félag Hrossabænda til sölusýningar í Samskipahöllinni. 
 
Seinasta sölusýning sem haldin var í Spretti tókst frábærlega og mættu u.þ.b.100 hross, 500 manns sátu í stúkunni og mörg þúsund fylgdust með í beinni útsendingu. 
 
Markmiðið er að búa til markaðsglugga og auðvelda fólki að koma hestum sínum á framfæri.
 
Bein útsending verður frá viðburðinum sem verður dreift víða á facebook og öðrum félagsmiðlum og mun efnið lifa þar inni þannig fólk getur nálgast upptökuna af sínum hesti að lokinni sýningu.
 
Verðflokkarnir verða
 
A - 0-750.000kr
B - 750.001-1.500.000kr
C - 1.500.001-3.000.000kr
D - 3.000.001kr+
 
Skráningargjald er 5000kr en meðlimir í félagi hrossabænda borga 3000 kr fyrir skráninguna. 
 
Skráningar skulu sendast á netfangið hf@bondi.is Þar sem fram þarf að koma:
Stjörnumerkt (*) atriði verða að berast:
 
*IS númer
*Nafn knapa
*Nafn/sími/tölvupóstur umsjónarmanns
*Verðflokkur
Lýsing á hestinum max 50 orð
Vefsvæði (.is .net .com facebook instagram)
Logo
 
 
Skráningu lýkur á miðnætti þann 23. Október.
 
Takið daginn frá því sýningar af þessu tagi njóta alltaf mikilla vinsælda.