Vilt þú taka þátt í Suðurlandsdeildinni ?

16.10.2018 - 08:18
 Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum!
 
Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum hefur nú farið fram tvisvar sinnum og svo sannarlega hleypt lífi í alla hestamennsku á svæðinu. 
 
Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu - þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður.
 
Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð í ár.  
 
Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.
Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk undangengið keppnisár.
Suðurlandsdeildin hefst þann 22. Janúar 2019 og verða keppniskvöldin fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn atvinnumaður eða tveir áhugamenn fyrir hvert lið í þeirri grein. Ætlast er til að allir liðsmenn keppi a.m.k. einu sinni á tímabilinu.
22. janúar - Fjórgangur
5. febrúar - Fimmgangur
22. febrúar – Parafimi
5. mars – Tölt og skeið
8. mars - Lokahóf
 
Umsóknarfrestur er til 31. október og þurfa þá allir jafnframt að skila inn upplýsingum um liðsskipan. 
Þátttökugjald er 130.000 kr. 
 
Allar spurningar vegna Suðurlandsdeildar skulu sendar á rangarhollin@gmail.com.
Sjáumst í Rangárhöllinni í vetur!