Landsmót hestamanna 2020 - opinn fundur

16.11.2018 - 13:07
 Landsmót hestamanna 2020 verður haldið á Rangárbökkum á Hellu 6. - 12. júlí 2020. Undirbúningur fyrir mótið hófst snemma á þessu ári og hefur verkefnastjórn og stjórn Rangárbakka komið saman reglulega síðan í janúar. 
 
Mikil vinna hefur farið í undirbúning og áætlanagerð ásamt því að sótt var um styrk til mennta- og menningarmálaráðuneytis og á fleiri staði nú í október. 
 
Verkefnastjórn Landsmóts hestamanna 2020 stendur fyrir opnum hugarflugsfundi þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20:00 á Stracta Hótel á Hellu og hvetur alla sem áhuga hafa á verkefninu að koma og með því leggja sitt af mörkum vegna undirbúnings Landsmóts á Hellu 2020.
 
Gott væri ef þeir sem áhuga hafa á að koma skrái sig á fundinn á netfanginu rangarhollin@gmail.com eða í s: 8662632.
 
Hlökkum til að sjá sem flesta, 
 
Verkefnastjórn LM2020