Meistaradeild 2019

Nýtt og ungt lið

Torfhús er nýtt lið í deildinni

27.01.2019 - 13:33
 Torfhús er nýtt lið í deildinni en liðstjóri er Sigurbjörn Bárðason og aðrir meðlimir eru Arnar Bjarki Sigurðsson, Hanne Smidesang, John Kristinn Sigurjónsson og Flosi Ólafsson. Arnar og Flosi eru báðir að keppa í fyrsta sinn í deildinni svo það verður spennandi að sjá hvað þeir gera í vetur.
 
Sigurbjörn er reynslu mesti knapi Meistaradeildarinnar og hefur hann sigrað einstaklingskeppnina þrisvar sinnum, árin 2002, 2009 og 2010. Sigurbjörn er mjög bjartsýnn fyrir veturinn og er spenntur að vinna með liðinu í vetur. “Það er mjög góð stemming innan liðsins. Mikill hugur og mikil gleði. Þetta eru allt knapar mikið yngri en ég og er gaman að vinna með þeim en það einkennir þau mikill húmor og léttleiki. Það gefur manni ákveðna lífsfyllingu að vinna í svona samvinnu. Menn mæta glaðir á æfingu og er þetta virkilega flotta fólk,” segir Sigurbjörn en markmið liðsins er að mæta vel undirbúin til leiks, taka þátt og hafa gaman að því.
 
Sigurbjörn telur sig vera ágætlega vel hestaðann fyrir veturinn. “Ég er vel hestaður í sumar greinar en ekki nógu vel í aðrar. Ég tók þá ákvörðun í fyrra að ég myndi einungis taka þátt þar sem mér finnst ég eiga erindi. Ég er með nýjan hest í fimmgang og svo er ég með Nagla frá Flagbjarnarholti í gæðingafimi þ.e.a.s. ef við vinnum okkur rétt þar. Skeiðgreinunum kem ég sterkur inn en ég er bæði með góðan hest í gæðingaskeiðið og fljótann hest í hinar greinarnar.
 
sjá nánar