Meistaradeild KS

Team Byko

06.02.2019 - 09:51
 Sjötta liðið sem við kynnum að þessu sinni í Meistaradeild KS er Team Byko 
Baldvin Ari Guðlaugsson er liðsstjóri og honum fylgja Guðmundur Karl Tryggvason, Viðar Bragason tamningamaður á Björgum, dóttir hans Fanndís Viðarsdóttir reiðkennari og Vignir Sigurðsson þjálfari á Litlu-Brekku. 
 
Sem fyrr er það okkur mikil ánægja að hafa lið austan Tröllaskaga með okkur í deildinni. 
 
Þarna eru saman komnir hörku keppnismenn úr Eyjafirðinum. Ekki skemmir fyrir að fimmgangurinn verður haldinn á þeirra heimvelli í Léttishöllinni á Akureyri.
 
Frétt/mynd/facebooksíða deildarinnar