Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz 2019

08.02.2019 - 12:43
 Hið eina sanna Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz 2019 verður haldið í Samskipahöllinni 13.april næstkomandi. Forkeppnin mun hefjast um hádegisbil og stefnt er að úrslitum um kvöldið. 
 
Að venju verður boðið upp á keppni í fjórum flokkum. 1. og 2. flokki, 3. flokki - minna vanar og 4. flokki byrjendur. 
 
Byrjendur sýna T7 prógram sem er hægt tölt og fegurðartölt, aðrir flokkar sýna hefðbundið T3 prógram.
 
Aldurstakmark er 18ár - miðast við ungmennaflokk.
Nú eru um að gera fyrir allar konur að gera sig klárar, hefja stífar æfingar og muna að hafa gaman af.
 
frétt/mynd facebooksíða keppninnar