Úrslit í fjórgangi í KS deildinni

04.04.2019 - 09:00
  Nú er fjórgangi í Meistaradeild KS lokið í ár. Þrír leynigestir voru skráðir til leiks að þessu sinni en hvert lið má tefla fram einum leynigesti yfir tímabilið.
 
Mette Mannseth sigraði glæsilega á heimaræktuðu hryssunni Skálmöld frá Þúfum sem er einungis 7 vetra. Þær hlutu einkunnina 7,50 en þetta er fyrsta keppni sem hryssan tekur þátt í!
 
Ísólfur Líndal og Krummi frá Höfðbakka halda áfram að standa sig vel saman og enduðu þeir í öðru sæti með einkunnina 7,20. Í þriðja sæti var Arnar Bjarki Sigurðarson og Skagfirðingurinn Ötull frá Narfastöðum, þeir hlutu einkunnina 7,17. Tveir leynigestir skelltu sér beint í A-úrslit og voru það Katla Sif Snorradóttir og hestur hennar Gustur frá Stykkishólmi sem lentu í fjórða sæti með 7,07 en þau kepptu fyrir Leiknisliðið. Í fimmta sæti voru þær Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmlæk með 7,0 sem kepptu fyrir Hofstorfuna.
 
Sigurvegari B-úrslita var leynigestur Kerchaert liðsins en það var Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu og hlutu þau 7,17 í einkunn. Þess má geta að Þórbjörn var yngsti keppandi kvöldins en hann er einungis 6 vetra. Rétt á eftir þeim kom Bjarni Jónasson en hann reið gæðingnum Fannari frá Hafsteinsstöðum og hlutu þeir 7,13 í einkunn. Næstur á eftir kom Snorri Dal og hestur hans Sæþór frá Stafholti en þeir hlutu 6,87. Kona hans Anna Björk Ólafsdóttir og Ölur frá Akranesi komu fast á hæla þeirra og hlutu þau 6,83. Elvar Logi og Griffla frá Grafarkoti hlutu einkunnina 6,70 og 10.sæti!
 
11-13 Þórarinn Eymundsson og Flipi frá Bergsstöðum 6,70
11-13 Valdís Ýr Ólafsdóttir og Þjóstur frá Hesti 6,70
11-13 Elvar Einarsson og Gjöf frá Sjávarborg 6,70 
14 Finnbogi Bjarnason og Úlfhildur frá Strönd 6,67 
15 Fanndís Viðarsdóttir og Þytur frá Narfastöðum 6,57 
16 Artemisia Bertus og Lyfting frá Hvammi 6,47 
17 Fanney Dögg Indriðadóttir og Trygglind frá Grafarkoti 6,43
18 Viðar Bragason og Lóa frá Gunnarsstöðum 6,30
19 Magnús Bragi Magnússon og Stássa frá Íbishóli 6,23 
20 Guðmundur Karl Tryggvason og Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku 6,20 
21 Barbara Wenzl og Krókur frá Bæ 6,03
22 Finnur Jóhannesson og Hljómur frá Gunnarsstöðum I 5,83 
23 Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Nikulás frá Saurbæ 5,80 
24 Guðmar Freyr Magnússon og Aðalsteinn frá Íbishóli 5,77