Nýr landsliðsknapi í landsliðshópi LH

08.04.2019 - 08:55
 Olil Amble hefur verið tekin inn í landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum. Olil á langan keppnisferil að baki og hefur margoft tekið þátt í heimsmeistaramótum og Norðurlandamótum auk þess að hafa hlotið nokkrum sinnum Íslandsmeistaratitla. 
 
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum segir Olil vera mikinn styrk fyrir landsliðshópinn bæði sem einstaklingur og með þann hestakost sem hún býr yfir.
 
Olil er boðin velkomin í landsliðshóp LH.