Viðræður hafnar hjá forsvarsmönnum Secret Solstice og rekstraraðilum Fákasels

10.04.2019 - 18:23
 Til skoðunar er að halda tónlistarhátíðina Secret Solstice í Fákaseli á Ingolfshvoli í sumar en viðræður eru hafnar á milli forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar og rekstraraðila Fákasels.
 
Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjóra Fákasels.
 
Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn Live Events, fyrirtækisins sem fer nú með rekstur Secret Solstice, hyggjast halda hátíðina í sumar óháð stuðningi Reykjavíkurborgar. Það kemur í ljós á morgun hvað Reykjavíkurborg hyggst gera í málinu en í kvöldfréttum RÚV kom fram að tónlistarhátíðin skuldi borginni um tíu milljónir sem verði að gera upp svo hægt yrði að halda hátíðina í ár.
 
Bæjarstjóri Ölfuss hefur áður sagt að áhugi sé fyrir hendi að halda Secret Solstice í bæjarfélaginu. Elliði Vignisson sagði í viðtali við fréttastofu í gær að hann væri áhugasamur og vildi styðja við menningu listir í bæjarfélaginu.
 
Sjá nánar á visir.is