Sýnikennsla með Peter DeCosemo í Sumarliðabæ

12.04.2019 - 09:32
 Peter De Cosemo verður með tveggja tíma sýnikennslu í nýju og stórglæsilegri aðstöðu í Sumarliðabæ í Rangárþingi ytra laugardaginn 13.apríl kl. 16.00.
 
Peter er þjálfaður dressage reiðmaður, reiðkennari og dómari á hæsta stigi. Hann mun sýna hvernig megi nota þjálfunarkerfi klassískrar reiðmennsku til að bæta gangtegundir og form hins íslenska gæðings. 
Fyrir áhugasama þá getur FB síðan, Peter De Cosemo – Equestrian, verið skoðunarverð.
 
Aðgangeyrir fyrir Geysisfélaga er 1.500 kr og aðra 2.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Posi er ekki á staðnum.
 
Kaffi á könnunni
 
Fræðslunefnd Hestamannafélagsins Geysis