Dagskrá Þeir allra sterkustu

18.04.2019 - 09:23
 Styrktarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum fer fram laugardaginn 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal. Landsliðsknaparnir okkar mæta með sína bestu hesta ásamt fleiri valinkunnum knöpum.
Happdrættismiði á 1000 kr. og stóðhestavelta á kr. 35.000.
 
Kl. 12.00 miðasala opnar í TM-reiðhöllinni, miðaverð 3.500 kr.
 
Kl. 18.30 húsið opnar - Páskalamb í veislusal reiðhallarinnar, lambalæri og kótilettur á kr. 2.500.
 
Hreimur Örn Heimisson og Karlakór Kjalnesinga sjá um upphitun 
 
Kl. 20.30 Þeir allra sterkustu
 
Dagskrá 
 
U21-landsliðshópur LH
Stóðhestasýning
Fimmgangur - úrslit
Stóðhestasýning
           - Hlé -
 
Skeiðkeppni - flugskeið
Fjórgangur - úrslit
Stóðhestasýning
Dregið í happdrætti
Tölt - úrslit