Stórsýning Sunnlenskra Hestamanna

18.04.2019 - 13:31
 Sigur frá Stóra-Vatnsskarði og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk eru meðal þeirra glæsihesta sem koma fram í kvöld og koma þeir fram með eigendum sínum!
 
Forsala aðgöngumiða verður opin til kl. 15:00 í dag og svo aðgöngumiðar seldir á staðnum. Við hvetjum þá sem hafa tök á að kaupa miða í forsölu þar sem það flýtir mjög fyrir þegar verið er að hleypa inn. Ef fólk kaupir ekki í forsölu er best að koma með pening þar sem aðeins einn posi er í húsinu.
 
Að venju verða að sjálfsögðu seldar veitingar á staðnum en engar vínveitingar.
 
Svo er bara að muna að klæða sig vel þar sem það getur gustað um þegar vekringarnir bruna í gegnum höllina!
 
Sjáumst í Rangárhöllinni í kvöld!