Meistaraknapar í beinni

22.04.2019 - 12:09
 Í dag, mánudaginn 22.apríl, mun sigurvegari Meistaradeildarinnar Jakob Svavar Sigurðsson og vinningsliðið Hrímnir/Export hestar verða í beinni útsendingu á Facebook síðu Meistaradeildarinnar, Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, þar sem þau munu svara spurningum áhorfenda.
 
 
Ef þig langar að kynnast knöpunum frekar og hefur einhverjar spurningar sem þig langar að spyrja að er þetta kjörið tækifæri. Beina útsendingin hefst á slaginu 19:00.