Umgangspest herjar á hrossastofninn

22.04.2019 - 22:21
 Töluvert hefur borið á því að undanförnu að hross hafa veikst af einhverskonar smitandi umgangspest. Að sögn Kristínar Þórhallsdóttur dýralæknis á Laugalandi í Borgarfirði hefur ekki enn fengist staðfest hvernig pest er um að ræða og því ekki verið gefin út yfirlýsing af hálfu MAST. 
 
Kristín segir pestina í flestum hrossunum sem veikjast lýsa sér sem almennur slappleika og lystarleysi. Hjá þeim flestum virðist sem einkenni séu væg og gangi yfir á þremur dögum án þess að þau fái sérstaka meðhöndluð. Önnur hross fá hins vegar hita og jafnvel hrossasóttareinkenni, sparka upp í kvið og líður greinilega illa. Í þeim tilfellum ráðleggur Kristín eigendum að hafa samband við sinn dýralækni sem tekur þau til meðhöndlunar.
 
Sjá nánar