Opið WR íþróttamót Sleipnis

12.05.2019 - 19:23
 Opið WR íþróttamót Sleipnis verður haldið daganna 23.26. maí. Samhliða mótinu fara fram skeiðleikar Skeiðfélagsins.
 
 
Skráning hefst mánudaginn 13.maí og henni lýkur sunnudagskvöldið 19.maí.
Mótanefnd Sleipnis hvetur fólk til þess að skrá tímanlega því takmörkun á þátttökufjölda er settur á allar keppnisgreinar að undanskildum skeiðgreinum. Frekari útlistun á fjölda er hér neðar í auglýsingunni.
 
Öll skráning fer fram inn á Sportfeng þar sem velja þarf Sleipni sem mótshaldara. Eftirfarandi greinar eru í boði á WR mótinu
 
• Meistaraflokkur : T1,V1,F1,T2 og Gæðingaskeið
• 1.flokkur : T3,V2,F2,T4 og Gæðingaskeið
• 2.flokkur : V2,T3,T7 og F2
• Ungmennaflokkur : V2,F2,T3,T4 og Gæðingaskeið
• Unglingaflokkur : V2,F2,T3
• Barnaflokkur : V2,F2,T3 og T7
Skeiðgreinar : 250 m skeið, 150 m skeið og 100 m skeið
 
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: gjaldkeri@sleipnir.is
Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.
 
Fjöldatakmarkanir
Keppnisgrein Flokkur
Fimmgangur Meistara 25
Fimmgangur 1.flokkur 30
Fimmgangur Ungmennaflokkur 15
Fimmgangur Unglingaflokkur 10
Fjórgangur Meistara 25
Fjórgangur 1.flokkur 30
Fjórgangur 2.flokkur 10
Fjórgangur Unglingaflokkur 15
Fjórgangur Ungmennaflokkur 15
Fjórgangur Barnaflokkur 10
Gæðingaskeið 1.flokkur ótakmarkað
Gæðingaskeið Meistaraflokkur ótakmarkað
Gæðingaskeið Ungmennaflokkur ótakmarkað
250 metra skeið ótakmarkað
150 metra skeið ótakmarkað
100 metra skeið ótakmarkað
Tölt T1 Meistaraflokkur 20
Tölt T2 Meistaraflokkur 10
Tölt T4 1.flokkur 10
Tölt T4 Ungmennaflokkur 10
Tölt T3 1.flokkur 20
Tölt T3 2.flokkur 15
Tölt T3 Unglingaflokkur 15
Tölt T3 Ungmennaflokkur 15
Tölt T3 Barnaflokkur 15
T7 Barnaflokkur 10
T7 2.flokkur 10
 
Skráningargjald er 6000 kr á grein fyrir fullorðna og ungmenni, 5000 kr fyrir unglinga og 4000 kr fyrir börn.
 
Í öllum skeiðgreinum Skeiðfélagsins er gjald 3000 kr.
Vakin er athygli á því að 2.flokkur er ætlaður minna keppnisvönum knöpum.
Íþróttamótsnefnd Sleipnis hvetur sína félagsmenn að sjálfsögðu til þátttöku.
 
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og / eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Með von um að sjá sem flesta.
 
Mótanefnd Sleipnis og Skeiðfélagið