Gæðingamót Fáks

14.05.2019 - 08:59
 Gæðingamót Fáks verður haldið dagana 21.-23. maí næstkomandi í Víðidal, þ.e. frá þriðjudegi til fimmtudags eftir klukkan 17:00 á daginn. Ákveðið var af mótanefnd að færa mótið á þessa daga vegna World Ranking íþróttamóts Sleipnis á Selfossi dagana 24.-26. maí. 
 
Gæðingamót Fáks er opin gæðingakeppni í öllum flokkum. Að auki verður keppt í Tölti T1 í meistaraflokki.