Hestaþing Sindra Opið mót

16.05.2019 - 09:43
 Opið gæðingamót Hestamannafélagsins Sindra verður haldið á Sindravelli við Pétursey dagana 15. og 16. júní næstkomandi. 
 
keppt verður í eftirfarandi flokkum :
Pollaflokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur 
A-flokkur
B-flokkur
 
Einnig verður keppt í eftirfarandi kappreiðum:
100m fljótandi skeið
150m skeið 
250m skeið 
300m brokk
300m stökk 
 
Samhliða gæðingamótinu mun fara framm hið árlega Stjörnublikkstölt þar sem 100.000kr eru í verðlaun fyrir fyrsta sætið í Tölti T1. Einnig verður keppt í tölti T7. 
 
Nánari auglýsing mun koma síðar, en ef einhverjar spurningar eru þá er hægt að hafa samband við Árna í síma 893-9438.
 
Hlökkum til þess að sjá sem flesta 
Mótanefnd Hestamannafélagsins Sindra