Ellert frá Baldurshaga

Myndir / Páll Imsland

06.06.2019 - 13:16
 Sá makalausi hestur í Íslandssögunni, Ellert frá Baldurshaga, fyrsti ýruskjótti hesturinn, hefur nú hlotið dóm og er ekki á öðru stætt en halda því á lofti. Hann var fyrir með byggingardóm uppá 8,56 og hlaut nú 7,89 fyrir hæfileika, eða 8,16 í aðaleinkunn. Hann á að sjálfsögðu möguleika á að hækka í yfirleiti eins og aðrir hestar.
 
En af þessu tilefni er við hæfi að óska eiganda hans og öðrum aðstandendum hans, og bæði íslenska hrossastofninum í heild sinni og íslenskum hestamönnum af öllum gerðum til hamingju.
 
Megi verða farsælt framhald á velgengni þessa einstaka hests og ljúflings. Og vonandi sækja hestamenn í gengin hans með góðar hryssur og efna þannig í gæðing í sannkölluðum skrautlit.
 
Á meðfylgjandi myndum má sjá klárinn ásamt eiganda sínum þegar þeir heimsóttu Landsmót í fyrra, og einnig Ellert ásamt einni spúsu sinni og afkvæmi í sama tilviki.
 
frétt/mynd/heimild/Páll Imsland