Myndbönd frá landsmótum í Worldfeng

07.06.2019 - 14:35
 Keppnishluti Landsmóts 2018 bættist nýlega við í myndböndin í Worldfeng.
 
Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins. Landmót 1954-1986 eru í nokkrum stuttum þáttum, landsmótin 2012, 2014, 2016 og 2018 eru komin inn í heild sinni og verið er að vinna myndefni frá landsmótum 2000 til 2011.
 
Hestamannafélögum býðst að kaupa aðgang að myndböndunum fyrir sína félagsmenn fyrir 350 kr. á ári en almennur aðgangur kostar annars 4.990.  Nýlega bættust hestamannafélögin Sleipnir, Trausti og Kópur í hóp þeirra félaga sem hafa keypt aðgang fyrir sitt fólk en fyrir voru með aðgang Dreyri, Geysir og Snæfellingur ásamt Félagi hrossabænda og Íslandshestafélögunum í Svíþjóð, Noregi og Belgíu.
 
Þau félög sem hafa áhuga á að kaupa aðgang að myndefninu fyrir sína félagsmenn geta haft samband við skrifstofu LH á netfangið [email protected]