Leiðtogasnámskeið FEIF fyrir ungt fólk
05.09.2019 - 16:47FEIF og LH auglýsa eftir þátttakendum á fjórða leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er haldið helgina 22-24. nóvember 2019 í Egmond-Binnen í Hollandi.
FEIF vill hvetja ungt fólk áfram því þau eru leiðtogar framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi hefur æskulýðsnefnd FEIF sett saman röð námskeiða þar sem kenndar eru leiðir til að efla leiðtogahæfni i samskiptum við bæði hesta og menn.
Námskeiðið er bæði fræðilegt og verklegt en þátttakendur þurfa ekki að koma með hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 manns í heild
Fyrirlesarar eru:
Leo Hans – human behaviour expert
Bert Bos - human behaviour expert
Marije Rauwerda - equine behavioural coach
Ferry Ferwerda - fitness coach
Dorien Jeltema - intercultural self-analysis
Trix Dries - intercultural self-analysis
Kostnaður: Þátttakendur greiða 220 euro (31.000kr ísl) í námskeiðgjald og innifalið í því er fæði og gisting. Engin ferðakosnaður er innifalinn.
Námskeiðið hefst föstudaginn 22.nóvember kl 16.30 og endar sunnudaginn 24. nóvember (rétt eftir hádegi).
Staðsetning námskeiðs er Groepsaccommodatie Broekakkers, Noordvelderweg 5, 1935 BP, Binnen-Egmond
Skráning: Þátttakendur verða að skrá sig í gegnum æskulýðsfulltrúa í sínu landi eða á skrifstofur síns landssambands. Aðeins tveir frá hverju landi komast að en hægt verður að komast á biðlista. Íslenskir þátttekendur þurfa að skrá sig fyrir sunnudaginn 15. september 2019 á þessu eyðublaði
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu LH í síma 514-4030
Hlökkum til að sjá ykkur
Gundula Sharman FEIF Direktor of Youthwork & Stella Timmerman NSIJP
Athugasemdir