Fjórgangur - Meistaradeild 2020

Meistaradeild í hestaíþróttum 2020

09.01.2020 - 10:51
Keppt verður í fjórgangi í TM höllinni fimmtudaginn 30. janúar. Við mælum með að allir fjölmenni í höllina og horfi á bestu fjórgangara landsins.

Keppnin hefst kl 19:00. Hægt er að tryggja sér ársmiða á Tix.is og í verslun Líflands á Lynghálsi. Einnig verður hægt að kaupa miða í andyrinu. Glæsilegir vinningar eru í boði en dregið verður úr seldum ársmiðum á slaktaumatöltsmótinu þann 13. febrúar en í boði eru glæsilegir folatollar m.a. undir Kveik frá Stangarlæk, Óskastein frá Íbishóli og fleiri gæðingum.

Árni Björn Pálsson sigraði fjórganginn í fyrra á Flaumi frá Sólvangi og verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari þetta árið.

Fylgist með Meistaradeildinni Instagram undir nafninu @meistaradeildin og endilega notið hashtagið okkar #meistaradeildin.