Lið Kerckhaert í Meistaradeild KS

14.01.2020 - 17:08
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, liðsstjóri stundar nám við Háskólann á Hólum. Hún hefur verið virk á keppnisvellinum frá unga aldri. Hún var m.a. Íslandsmeistari í ungmennaflokki í fimmgangi 2018, Íslandsmeistari í unglingaflokki í fimmgangi og slaktaumatölti 2017 og í fimmta sæti í ungmennaflokki í gæðingakeppni á Norðurlandamóti 2018. Einnig var hún í landsliðshópi U21 í sumar.

Brynja Kristinsdóttir er nemandi við Háskólann á Hólum. Hún hefur náð góðum árangri síðastliðin ár á keppnisvellinum en hún var m.a. í fjórða sæti í fjórgangi á Norðurlandamóti 2014 ásamt því að ríða fjöldan allan af úrslitum á Íslandsmóti og Landsmóti í yngri flokkum.

Sigrún Rós Helgadóttir er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar við tamningar og þjálfun á Hofi á Höfðaströnd en Sigrún stóð sig vel í deildinni í fyrra þar sem hún reið meðal annars til úrslita í fimmgangi.

Þorsteinn Björn Einarsson er þriðja árs nemi við Háskólann á Hólum ásamt því að starfa við tamningar og þjálfun á Hofi á Höfðaströnd með Sigrúnu Rós.

Þórdís Inga Pálsdóttir er nemandi við Háskólann á Hólum. Hún kemur frá Flugumýri og hefur verið ötul á keppnisvellinum frá unga aldri. Þórdís sigraði unglingaflokk á Landsmóti árið 2014 ásamt því að hafa riðið til margra úrslita á Íslandsmótum. Einnig var hún í landsliðshópi U21 í sumar.
 
frétt/facebooksíða deildarinnar