Kynning á landsliðshópum LH 2020

15.01.2020 - 14:28
Nýir landsliðshópar í hestaíþróttum verða kynntir í Líflandi fimmtudaginn 23. janúar kl. 15.00. Kynntir verða landsliðshópar í flokki fullorðinna og U21 árs og verða þeir starfandi árið 2020.

Stærsta verkefni landsliðanna á árinu er Norðurlandamót í hestaíþróttum sem haldið verður í Svíþjóð dagana 27. júlí til 2. ágúst.

Landsliðsþjálfarar velja knapa í landsliðshópana með tilliti til árangurs, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu.