Íslenskir hestar notaðir við tökur á Hobbitanum

19.10.2011
Eigendur íslenskra hesta ættu að bíða spenntir eftir kvikmyndinni Hobbitanum sem kemur í kvikmyndahús í desember á næsta ári, enda munu hinir knáu klárar koma talsvert við sögu í myndinni. Þeir verða reiðskjótar dverganna á leiðinni frá Hobbitatúni til Myrkviðar. Þrettán íslenskir hestar eru notaðir við tökurnar.
[...Meira]

Guðlaugur og Mette á haustfundi HS

19.10.2011
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldin í kvöld kl. 20 í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi (hesthúsahverfinu í Suðurtröð). Guðlaugur Antonsson fer yfir sýningarárið og Mette Mannseth fjallar um tamningar og þjálfun ungra hrossa.
[...Meira]

Miðasala Landsmóts hestamanna 2012 er hafin

18.10.2011
Miðasala Landsmóts 2012, sem fer fram í Reykjavík dagana 25.júní til 1.júlí, er nú hafin. Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 15.maí.a fer fram á heimasíðu Landsmóts http://www.landsmot.is/
[...Meira]

Íslensk hestaferð sú fjórða besta í heimi

18.10.2011
„Gullni hringurinn“, átta daga hestaferð Íshesta þar sem riðið er um uppsveitir Suðurlands, Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp, yfir í Tungurnar, um Brúarhlöð og að Gullfossi og Geysi, lenti á dögunum í sæti númer fjögur á lista ferðavefjar CNN, CNN Go, yfir 15 bestu hestaferðir í heimi.
[...Meira]

Mette Manseth kennir í Hestheimum 2012

16.10.2011
Mette Manseth kennir í Hestheimum 2012. Uppselt er í janúar og örfá sæti laus á námskeiði sem haldið verður dagana 3.-4. mars. Lágmarksfjöldi  á námskeiðin er 10 manns, og hámarksfjöldi er 12 manns. Námskeiðið er aðeins fyrir vana knapa. Námskeiðið kostar : 29.000,- ISK á manninn. Greiðist fyrirfram.
[...Meira]

Kynbótamat hrossa, haustkeyrsla 2011

Kynbótamatið sem birtist í WorldFeng er fyrir öll hross sem ná að lágmarki 30% öryggi á matinu

15.10.2011
Nýtt kynbótamat hefur verið reiknað og lagt inn á gagnabankann WorldFeng. Í því er auk eldri dóma, tekið tillit til allra kynbótadóma á íslenskum hrossum árið 2011 hvar sem er í heiminum.
[...Meira]

Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Loga

10.10.2011
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs hestamannafélagsins Loga var haldin 4. október í Grunnskólanum í Reykholti. Þar voru börn og unglingar samankomin til að halda upp á starfsárið. Farandgripurinn Feykir var veittur í æskulýðsstarfinu.
[...Meira]

Sölusýning Náttfara á Melgerðismelum

- Söluskrá

8.10.2011
Söluskrá Náttfara með tilvísun í myndskeið frá sölusýningunni á Melgerðismelum 8. október 2011 er nú aðgengileg á Netinu.
[...Meira]

Stóðréttir á Melgerðismelum

6.10.2011
Stóðréttardansleikur í Funaborg, Melgerðismelum.  Laugardagskvöldið 8.október verður Stóðréttardansleikur í Funaborg.  Stórsveit Jakobs Jónssonar (Skriðjökull) leikur fyrir dansi fram á nótt, gestasöngvari er Stefán Tryggvi.
[...Meira]

Rekstrarvandi Háskólans á Hólum

Uppsafnaður halli frá fyrri árum

6.10.2011
Rekstrarvandi Háskólans á Hólum, sem tilgreindur er í ríkisreikningi, er vegna uppsafnaðs rekstrarhalla frá fyrri árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu.
[...Meira]

Viltu senda hestinn þinn í þjálfun á Hóla?

5.10.2011
Enn eru nokkur laus pláss í þjálfun hjá hestafræðideild Hólaskóla nú í haust (22.október-10.desember).  Þjálfunaráfanginn er ætlaður tömdum hrossum á 5. -12. vetri af öllu tagi en þó eru ekki tekin gölluð hross eða hættuleg (s.s. hrekkir, rokur, slægð, húslestir).
[...Meira]

Fór langt fram úr fjárheimildum

Árið 2008 fór skólinn 69 milljónir króna fram úr heimildum

5.10.2011
Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um fjármál Háskólans að Hólum, en skólinn hefur farið langt fram úr fjárheimildum undanfarin ár. Rektor skólans segir hann eins vel rekinn og aðstæður í þjóðfélaginu bjóði upp á.
[...Meira]

Uppskeruhátíð hestamanna 5. nóvember

3.10.2011
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Broadway laugardaginn 5. nóvember. Dagskrá hátíðarinnar verður hefðbundin þar sem Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga setur hátíðina og eftir það verður veislustjórnin í höndum Halldórs Gylfasonar leikara.
[...Meira]

Sölusýning á Melgerðismelum

3.10.2011
Hrossaræktarfélagið Náttfari verður með sölusýningu á Melgerðismelum, Stóðréttardaginn 8. október n.k. Boðið er upp á sýningu taminna hrossa í reið og sýningu unghrossa í Melaskjóli.
[...Meira]

Uppskeruhátíð - miðasala að hefjast

3.10.2011
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Broadway laugardaginn 5. nóvember.
Dagskrá hátíðarinnar verður hefðbundin þar sem Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga setur hátíðina og eftir það verður veislustjórnin í höndum Halldórs Gylfasonar leikara.
[...Meira]

Heimsókn á Blesastaði 2010

2.10.2011
Hrosaræktarbúið Blesastaðir er eitt af stórkostlegustu búum landsins og er þá vægt til orða tekið. Kvikmyndatökumaður Ben Media var á ferðinni þar um mitt ár 2010 og festi nokkur brot úr lífi fólksins á Blesastöðum á filmu.
[...Meira]

Sölusýning í Hestheimum 9. október

2.10.2011
Önnur sölusýning vetrarins í Hestheimum verður haldin sunnudaginn 9. október 2011. Sölusýningar í Hestheimum hafa verið haldnar við góðan orðstýr í 11 ár. Mikill fjöldi góðra gesta og söluhesta eru skýringar á vinsældum sölusýninganna. Síðasta sölusýningin fyrir áramót verður svo sunnudaginn 6. nóvember.
[...Meira]

FEIF fréttir

1.10.2011
Mánaðarlega sendir FEIF frá sér rafrænt fréttabréf og kynnir ýmsa viðburði sem eru á dagskrá samtakanna. Í septemberútgáfu fréttabréfsins er m.a. kynnt FEIF ráðstefnan sem fram fer í Stokkhólmi 2.-4. mars n.k. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.
[...Meira]

Hlöðuball á SPOT

Klaufarnir trylla líðinn

1.10.2011
15. október næstkomandi er risaviðburður fyrir hestafólk á SPOT, Kópavogi. Alvöru hlöðubal. Þar mun hin stjörnum prýdda hljómsveit Klaufar slá upp alvöru hlöðuballi með öllu. Nú er tilvalið fyrir hestamannahópa að slá sér upp saman og skemmta sér í alvöru fjöri.
[...Meira]

Upprifjun frá Landsmóti 1994

Rauðhetta frá Kirkjubæ og Orri frá Þúfu

30.09.2011
Á meðfylgjandi myndböndum má sjá skemmtileg myndbrot frá Landsmóti hestamanna frá árinu 1994 en þar er helst að minnast sýningu Þórðar Þorgeirssonar á Rauðhettu frá Kirkjubæ. Einnig er hér að sjá magnaða spretti Orra frá þúfu ásamt uppákomu hjá Bjarkari frá Efri Brú.
[...Meira]
Börkur frá Efri brú á Landsmóti 1994