Stóðréttir hjá Ársæli í Eystra-Fróðholti

Sölumót í Rangárhöllinni 1.október

Sölu og ráslistar

30.09.2011
Um helgina er nóg að gerast á suðurlandi og ættu menn að geta keypt sinn draumahest, þar sem sölummót fer fram í Rangárhöllinni á Hellu og síðan eru líka stóðréttir hjá Ársæli í Eystra-Fróðholti.
[...Meira]

Byggingadómar í Zachow

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

29.09.2011
Byggingadómar hófust í morgun á kynbótasýningu sem nú er haldin í Zachow í Þýskalandi. Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirsson er farin að láta til sín taka á öllum sviðum í nýju landi, en hann aðstoðaði Stefan Schenzel við mælingu hrossana í morgun. Meðfylgjandi eru byggingadómar sýningarinnar.
[...Meira]
Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirs, sýnir eitt hross!

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

Sýningarskrá kynbótahrossa

28.09.2011
Það er mikið um að vera á búgarði Gunter Weber, Zachow í Þýskalandi næstu daga. Ídag hófust byggingadómar á hinni árlegu kynbótasýningu sem þar er haldin og lýkur sýningunni þann 30. September á yfirlitssýingu.
[...Meira]

Íslenski hesturinn í Game of Thrones

Game of Thrones kemur úr smiðju bandaríska sjónvarpsrisans HBO

28.09.2011
Íslenski hesturinn verður töluvert notaður í upptökum á sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er tökulið þáttanna væntanlegt hingað til lands í nóvember.
[...Meira]
RAGNHILDUR HELGADÓTTIR: FER MEÐ VÍKINGAHESTA UM TÖFRANDI REIÐLEIÐIR

Drottning að eilífu á hestbaki

„Það togar einfaldlega í mig að vinna með hesta"

28.09.2011
„Það hefur verið draumur minn í áraraðir að opna hestatengda ferðaþjónustu, en nú tek ég loks skrefið og vendi kvæði mínu í kross til að gera það sem mér finnst skemmtilegast,"
 
[...Meira]
Myndband frá Íslandsmeistaramóti í Járningum 2009

Fræðsluþing um járningar 2011

Hesta- og járningamenn eru hvattir til að taka þátt í þéttri og góðri dagskrá

28.09.2011
Í ár eru 5 ára liðin frá stofnun Járningamannafélags Íslands. Að því tilefni mun félagið ásamt Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu um járningar á Hvanneyri dagana 28. og 29. október nk.
[...Meira]

Stóðréttir í Víðidalstungurétt í Víðidal

26.09.2011
Nú eru aðeins örfáir dagar í stóðsmölun og stóðréttir í Víðidalstungurétt í Víðidal.
Föstudaginn 30.september verður stóðinu smalað til byggða.
[...Meira]

Stóðréttir, eftirleitir og dansiball í Svarfaðardal

26.09.2011
Um helgina verða stóðgöngur og eftirleitir í Sveinstaðaafrétt. Gengið verður á föstudag 30. september og lagt verður af stað frá Stekkjarhúsi um kl. 11:30. Þeir sem hafa áhuga að slást í hópinn eru því velkomnir þangað.
[...Meira]

Skráning á Sölumótið 2011 sem haldið verður í Rangárhöllinni

Skráning er til miðnættis mánudagsins 26. september

24.09.2011
Skráning á Sölumótið 2011 sem haldið verður í Rangárhöllinni laugardaginn 1.október n.k. er í fullum gangi.Skráningargjald er 3000 kr/per hest (hvort sem keppt er í einni grein eða fleiri)
[...Meira]

Fólk og hestar í Laufskálarétt

24.09.2011
Margt var um manninn og hesta í Laufskálarétt í Skagafirði í dag en þær eru stærstu stóðréttir Íslands. Afar gott veður var í Skagafirði í dag og gengu réttarstörf fljótt og vel fyrir sig.
[...Meira]

Vegna ráðningar kennara við Reiðmanninn

22.09.2011
Í framhaldi af umræðu um ráðningu reiðkennara við Endurmenntunardeild LbhÍ vill stjórn Félags tamningamanna hvetja stjórnendur LbhÍ, sem og annarra ríkisrekinna menntastofnana, til að auglýsa þau störf sem í boði eru á sviði reiðkennslu.
[...Meira]

Opið skeiðmót á Sauðárkróki

Keppt verður í 150 og 250 metra skeiði úr básum með rafrænum tímatökubúnaði

21.09.2011
Föstudaginn 23. september kl.16 heldur Skeiðfélagið Kjarval, Lífland Akureyri og Byko opið skeiðmót á svæði hestamannafélags Léttfeta, Fluguskeiði á Sauðárkróki.
[...Meira]

Félagsaðstaða og safn hjá Fáki

Hugmyndin er að koma upp um 600 fm félagsaðstöðu

21.09.2011
Stjórn félagsins hefur ákveðið að kynna fyrir félagsmönnum þá hugmynd að setja upp félagsaðstöðu og safn við Hvammsvöll. Hugmyndin er að koma upp um 600 fm félagsaðstöðu sem getur þjónað sem safn undir verðlaunagripi Sigurbjörns Bárðarsonar
[...Meira]
Hross frá Varmalandi og Miðsitjuhestum verða til sölu

Opið hesthús á Varmalandi í Skagafirði

20.09.2011
Sunnudaginn 25.september næstkomandi verður opið hesthús á Varmalandi í Sæmundarhlíð frá kl. 11.00 -17.00. Þar verða til sölu folöld, trippi og tamin hross frá Varmalandi og Miðsitjuhestum ehf, allt vel ættað, segir í tilkynningu.
[...Meira]
Eru hross á undanhaldi í smölun?

Landið þolir hesta verr en fjórhjól

Eru hross á undanhaldi í smölun?

20.09.2011
Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag.
[...Meira]

Óþverralegt athæfi sem verður rannsakað

20.09.2011
„Þetta er óþverralegt athæfi og lögreglan mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að upplýsa það,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um níðingsverk sem unnin hafa verið á hryssum í Kjós.
[...Meira]

Top Reiter reiðhöllin enn lokuð

Friðrik Kjartansson hættur sem forstöðumaður Top-reiter reiðhallarinnar

20.09.2011
Á fundi Reiðhallarnefndar Léttis í gær var gerður starfslokasamningur við Friðrik Kjartansson að hans eigin ósk,en eins og öllum er kunnugt hefur Friðrik starfað sem forstöðumaður Top-reiter reiðhallarinnar undanfarin ár.
[...Meira]

Níðingurinn ræðst á þægustu hryssurnar

Lögreglan rannsakar svívirðilegt kynferðislegt ofbeldi gegn hryssum

19.09.2011
Lögreglan hvetur eigendur hrossa að fylgjast með þeim eins og kostur er og hafa tafarlaust samband við lögreglu um grunsemdir vakna um dýraníð. Eins og fram hefur komið tilkynntu eigendur þriggja hryssa á dögunum um áverka sem taldir eru vera af mannavöldum.
[...Meira]

Féll af hestbaki og höfuðkúpubrotnaði

19.09.2011
Maður höfuðkúpubrotnaði er hann féll af hesti sínum um miðnætti síðastliðins föstudag.  Atvikið átti sér stað við Langholtsveg í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi á Suðurlandi. 
[...Meira]

Biður hestamenn um að vera vakandi yfir dýraníði

19.09.2011
Þann 14. september komu eigendur  hrossa sem verið hafa í hagabeit í landi Meðalfells í Kjós á lögreglustöð og tilkynntu um áverka á þremur hryssum sem taldir eru vera af mannavöldum. 
[...Meira]
Kraflar frá Miðsitju