HM 2011

Hulda sigraði B-úrslitin - HM 2011

Fjórgangur

6.08.2011
Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu sigraði B-úrslitin í fjórgangi í morgun. Þar með hefur hún tryggt sér sæti í A-úrslitunum á morgun. Hulda og Kjuði hlutu 7,70 í einkunn. Önnur varð Agnes Helga Helgdóttir fyrir Noreg á Gná fra Jakobsgården með 7,63,
[...Meira]
HM 2011

Bergþór og Lótust fljótastir - HM 2011

5.08.2011
Húnvetningurinn Bergþór Eggertsson er mikill skeiðknapi og keppir fyrir Ísland, þó búsettur sé hann í Þýskalandi. Hann er ríkjandi heimsmeistari í 250m skeiði á Lotusi van Aldenghoor og er með besta tímann eftir tvo fyrri sprettina sem farnir voru í dag, 21,89 sek.
[...Meira]
HM 2011

Tvö gull og eitt brons - HM 2011

4.08.2011
Fyrstu gull íslenska landsliðsins eru staðreynd á HM í Austurríki! Um miðjan dag í dag fór fram yfirlitssýning hryssa og héldu þær Smá frá Þúfu og Rauðhetta frá Kommu sætum sínum og standa því uppi efstar í sínum flokkum á kynbótasýningum mótsins.
[...Meira]
HM 2011

Jói annar og Hinni þriðji - HM 2011

Forkeppni í tölti

4.08.2011
Forkeppni í tölti er nú lokið í úrhellisrigningu á HM í Austurríki.
Við Íslendingar eigum tvo knapa í A-úrslitum, þá Jóhann Rúnar Skúlason og Hnokka frá Fellskoti og Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki.
[...Meira]
HM 2011

Árni Björn og Rúna í A-úrslit - HM 2011

3.08.2011
Velgengni íslenska liðsins á HM heldur áfram en í dag var mótið formlega sett.
Einnig fóru fram hæfileikadómar stóðhesta og gekk íslensku stóðhestunum þremur vel. Feykir frá Háholti er efstur i sínum flokki, sýndur af Sigurði Óla Kristinssyni, með 8,38 í aðaleinkunn. Næstur á eftir honum kemur Tígull fra Kleiva hinn danski með 8,28.
[...Meira]
HM 2011

Eyjólfur og Ósk efst í T2 - HM 2011

2.08.2011
Eyjólfur Þorsteinsson og Ósk frá Þingnesi eru efst eftir forkeppni í T2 á HM í dag. Ósk var í feiknastuði og hlutu þau 8,73 í einkunn og eru með nokkuð forskot á heimsmeistarann frá 2009, Tinu Kalo Pedersen á Kolgrími från Slätterne með 8,37
[...Meira]
HM 2011

Íslensku hryssurnar hækka sig á HM 2011

2.08.2011
Hæfileikadómar hryssna hafa staðið yfir á heimsmeistaramótinu í Austurríki í dag.  Íslensku hryssurnar áttu góðan dag og tvær þeirra eru efstar í sínum flokki. Frábær byrjun hjá kynbótaknöpunum okkar.
[...Meira]

Líðan hestamannsins er stöðug

Enn verið að meta áverka mannsins á slysadeild

4.07.2011
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri, milli Skjaldbjarnarvíkur og Drangavíkur en maðurinn var þar í hópi ferðafólks. Fararstjóri hópsins hafði samband við Neyðarlínuna um kl. 19:00 og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar.
 
[...Meira]
Landsmót 2011

Siggi Sig og Kjarnorka sigurvegarar í B flokk

3.07.2011
Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti eru Landsmótssigurvegarar í B flokki gæðinga.
[...Meira]
Landsmót 2011

Þórður á engan sinn líka

Hálfnaður í hundraðið og aldrei verið betri

3.07.2011
Þórður Þorgeirsson er knapi og reiðmaður LM2011, alla vega það sem af er. Frammistaða hans í kynbótasýningum mótsins er með algjörum eindæmum, bæði reiðmennskan og framkoma við menn og málleysingja. Næmi hans á hesta er með fádæmum og sýningarstjórar hafa sérstakt orð á á kurteisi hans, hjálpsemi og jákvæðu viðmóti.
[...Meira]

Tilkynnt um nauðgun á Landsmóti, engin handtekinn.

3.07.2011
Lögregla rannsakar nú meinta nauðgun sem átti sér stað Hestmannamótinu á Vindheimamelum í Skagafirði í nótt. Kona um tvítugt tilkynnti lögreglunni á Sauðárkróki þetta nú undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er málið í rannsókn lögreglu.
[...Meira]
Landsmót 2011

Hnokki upp í A-úrslit

Mette mögnuð

3.07.2011
Mette Mannseth sýndi Hnokka frá Þúfum til sigurs í B-úrslitunum í A-flokki með 8,59. Annar varð Sálmur frá Halakoti undir stjórn Atla Guðmundssonar með 8,56 og þriðji Möttull frá Torfunesi, knapi Erlingur Ingvarsson með 8,49.
[...Meira]
Landsmót 2011

Ingunn sigraði B-úrslit

3.07.2011
Ingunn Ingólfsdóttir í Stíganda sigraði B-úrslitin í barnaflokknum á Hágangi frá Narfastöðum með 8,62. Þar með tryggði hún sér sæti í A-úrslitunum á morgun laugardag kl. 13:30. Önnur varð Fáksstúlkan Rúna Tómasdóttir á Brimli frá Þúfu með 8,57 og þriðja varð Sylvía Sól Guðmundsdóttir úr Létti á Skorra frá Skriðulandi með 8,53.
[...Meira]
Landsmót 2011

Sigursteinn og Alfa sigruðu töltið

2.07.2011
Sigursteinn Sumarliðason átti frábæra sýningu á glæsihryssunni Ölfu frá Blesastöðum 1A í A-úrslitunum í töltinu í kvöld með 8,94. Annar á eftir honum var landsmótssigurvegari töltins á LM2008, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi með 8,78 og þriðji Steingrímur Sigurðsson á Mídasi frá Kaldbak með 8,67.
[...Meira]
Landsmót 2011

Fjórar tíur lágu í kynbótadómum

Íslendingar endurheimta krónprinsinn

2.07.2011
Yfirlitssýningar kynbótahrossa á LM2011 á Vindheimamelum hafa sannarlega verið viðburðaríkar. Fjórar tíur lágu. Tvær fyrir skeið, ein fyrir tölt og ein fyrir vilja og geðslag.
[...Meira]
Landsmót 2011

Glódís Rún sigraði barnaflokkinn

2.07.2011
A-úrslitum í barnaflokki var að ljúka hér í frábæru veðri á Vindheimamelum. Glódís Rún Sigurðardóttir sigraði örugglega á stóðhestinum Kamban frá Húsavík með 8,83. Annar varð Guðmar Freyr Magnússon á Frama frá Íbishóli með 8,68 og þriðja Ingunn Ingólfsdóttir á Hágangi frá Narfastöðum með 8,65
[...Meira]
Landsmót 2011

Spuni hæst dæmda kynbótahross sögunnar

Tvær TÍUR

1.07.2011
Spuni frá Vesturkoti bætti sitt eigið heimsmet rétt í þessu með því að hækka í 10,0 fyrir vilja og geðslag. Það þýðir að hann er kominn í 9,25 fyrir hæfileika! Þetta er hæsta aðaleinkunn sem hross hefur nokkurn tímann hlotið. Þórður Þorgeirsson sýnandi Spuna sýndi hestinn snilldarlega og dró fram það allra besta í hestinum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Hulda skákar bónda sínum

1.07.2011
Það var hún Hulda Gústafsdóttir sem sigraði B-úrslitin í tölti rétt í þessu á Sveig frá Varmadal. Hlutu þau 8,28 í einkunn. Annar varð bóndi hennar Hinrik Bragason á Sigri frá Hólabaki með 8,17. Frá
[...Meira]
Landsmót 2011

Jón Bjarni fer upp í A-úrslit

1.07.2011
Jón Bjarni Smárason tryggði sér þátttökurétt í A-úrslitum ungmennaflokks með því að sigra B-úrslitin nú í kvöld. Jón Bjarni og Háfeti frá Úlfsstöðum hlutu einkunnina 8,65. Önnur varð Ellen María Gunnarsdóttir á Lyftingu frá Djúpadal með 8,55 og þriðja Júlía Lindmark á Lómi frá Langholti með 8,53.
[...Meira]
Landsmót 2011

Glóðafeykir upp í A-úrslit

1.07.2011
Það var sennilega hárrétt ákvörðun hjá Einari Öder Magnússyni að draga Glóðafeyki frá Halakoti úr töltinu í gær. Alla vega var hann í fínu formi í dag og sigraði B-úrslitin með 8,70. Ekki langt undan var Baldvin frá Stangarholti og Reynir Örn Pálmason með 8,68 og þriðji Sædynur frá Múla og Ólafur Ásgeirsson með 8,61.
[...Meira]
Klettur frá Hvammi með afkvæmum