Landsmót 2011

Skeiðkóngar

30.06.2011
Seinni sprettirnir í skeiðinu voru farnir í blíðviðrinu í kvöld. Í 150m skeiðinu var Óðinn frá Búðardal hjá Sigurbirni Bárðarsyn fljótastur í kvöld  á tímanum 14,64 sek. Annar varð Teitur Árnason með Veigar frá Varmalæk á 14,73 sek og þriðji Ragnar Tómasson á Gríði frá Kirkjubæ á 15,02.
[...Meira]
Landsmót 2011

Mótið sett í kvöldsólinni

30.06.2011
Landsmótið var formlega sett við hátíðlega athöfn á Vindheimamelum í kvöld.
Setningarathöfnin er jafnan hátíðlegur viðburður, þar sem um 200 hesta hópreið hestamannafélaganna marserar inn á mótssvæðið á eftir fánaberum íslenska fánans.
[...Meira]
Landsmót 2011

Viðar er á toppnum

Forkeppni í tölti

30.06.2011
Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi eru í efsta sætinu eftir forkeppni í tölti.
Hlutu þeir 8,57 í einkunn. Sigursteinn Sumarliðason á Ölfu frá Blesastöðum 1A var efstur alla keppnina en hann reið fyrstur i braut og gaf tóninn. Hestarnir voru stórkostlegir í kvöld enda aðstæður allar hinar bestu.
[...Meira]
Landsmót 2011

Hollaröðun í yfirliti - stóðhestar

Spuni og Þórður efstir

30.06.2011
Komin er hollaröðun fyrir yfirlitssýningu stóðhesta. Byrjað verður á flokki 4v stóðhesta í fyrramálið, föstudag kl. 8:00. Þar næst koma 5v hestar, þá 6v og að lokum 7v og eldri hestarnir. Það er sannarlega tilhlökkunarefni að sjá alla þessa glæstu gæðinga í brautinni á morgun, þar á meðal heimsmeistarann Spuna frá Vesturkoti.
[...Meira]
Landsmót 2011

Ver Viðar titilinn á Tuma?

30.06.2011
Það er sannkölluð veisla framundan hér fyrir mótsgesti á Vindheimamelum.
Töltkeppni 30 bestu töltara landsins er að fara í gang og þess hafa margir beðið með óþreyju. Á ráslistanum hér fyrir neðan eru stórstjörnur, efnistöltarar og vonarstjörnur.
[...Meira]
Landsmót 2011

Sigurbjörn fljótastur

150M skeið

30.06.2011
Í gærkvöldi voru riðnir 2 sprettir af 4 í 250m og 150m skeiði.
Það var reynsluboltinn Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal sem rann 150m á besta tímanum, 14,64. Óðinn lá aðeins annan sprettinn en það dugði þeim félögum í gær.
[...Meira]
Landsmót 2011

Finnur Ingólfs: Þetta er enginn spuni!

29.06.2011
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og Seðlabankastjóri, er stoltur eigandi hæst dæmda stóðhests í heimi, Spuna frá Vesturkoti. Hesturinn keppir á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Vindheimamelum. Spuni fékk 10 í einkunn fyrir skeið í forskoðun 5 vetra stóðhesta og er aðaleinkunn hans eftir skoðunina 8,87 sem er heimsmet.
[...Meira]
Landsmót 2011

Góð stemning á landsmótinu

5000 aðgöngumiðar seldir

29.06.2011
Búið er að selja um 5000 miða á Landsmót hestamanna sem nú stendur yfir en það verður sett með formlegum hætti annað kvöld. Aðstandendur landsmótsins segja vonir standa til að um 10 þúsund manns muni heimsækja Vindheimamela um helgina.
[...Meira]

Myndbönd frá ISIBLESS

29.06.2011
Það er ekki af ástæðulausu sem hann er kallaður stutt "klippu"masterinn hann Henning á Isibless. Henning ráfar um Landsmótssvæðið og tekur upp myndbönd af því sem á vegi hans verður.
[...Meira]
Landsmót 2011

Kiljan efstur í 7v flokknum

29.06.2011
Kiljan frá Steinnesi er efstur í flokki 7v stóðhesta með 8,74  þar af 9,00 fyrir hæfileika.Annar er Seiður frá Flugumýri II með 8,67 og þriðji Frakkur frá Langholti með 8,63. Yfirlitssýningar stóðhesta hefjast á föstudaginn kl. 8:00 á 4v stóðhestum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Gústaf efstur með 8,57

29.06.2011
Gústaf Ásgeir Hinriksson á Naski frá Búlandi er efstur inn í A-úrslit. Hlaut hann 8,57 í einkunn. Önnur er Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bruna frá Hafsteinsstöðum með 8,48 og þriðja er Birgitta Bjarnadóttir á Bliku frá Hjallanesi 1 með 8,47. Það er ansi mjótt á mununum í efstu sætunum og í úrslitum hefst alveg ný kepppni.
[...Meira]
Landsmót 2011

Ómur með forystuna

A flokkur

29.06.2011
Ómur frá Kvistum hélt forystu sinn í A-flokknum og er efstur með 8,76, knapi Hinrik Bragason. Fast á hæla honum kemur Stakkur frá Halldórsstöðum með 8,72 og þriðji er Heljar frá Hemlu II með 8,65. Það stefnir allt í spennandi úrslit í þessum flokki líkt og öðrum.
[...Meira]
Landsmót 2011

Spuni með heimsmet

hæst dæmdi stóðhestur í heimi

28.06.2011
Stóðhesturinn Spuni frá Vesturkoti fór í ótrúlegar tölur í forskoðun 5v stóðhesta nú í kvöld. Hann hlaut 9,17 fyrir hæfileika og var með 8,43 fyrir sköpulag. Aðaleinkunn hans er því 8,87 sem gerir hann að hæst dæmda stóðhesti í heimi!
[...Meira]
Landsmót 2011

Glódís örugg á toppnum

28.06.2011
Börnin voru að klára sínar sýningar í milliriðlum á Landsmóti og hélt Glódís Rún efsta sætinu á Kamban frá Húsavík. Þau erum með einkunnina 8,73 og efst inn í A-úrslit. Næst á eftir Glódísi kemur Þórdís Inga Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi með 8,59 og þriðja er Birta Ingadóttir á Frey frá Langholti II með 8,58.
[...Meira]
Landsmót 2011

Úlfhildur frá Blesastöðum 1A efst 4 vetra hryssna

Dómum 4 vetra hryssna er lokið á Landsmót

28.06.2011
Dómum 4 vetra hryssna er lokið á Landsmóti. Þar stendur langefst Kráksdóttirinn Úlfhildur frá Blesastöðum 1A og var hún sýnd af Þórði Þorgeirssyni. Önnur er Glymsdóttirin Vissa frá Lambsnesi.
[...Meira]
Landsmót 2011

Keppni í milliriðlum B-flokks lokið á Landsmóti

Kjarnorka hélt sínu sæti

28.06.2011
Þá er keppni í milliriðlum B-flokks lokið en frábærir hestar kepptust um efstu sætin. Kjarnorka frá Kálfholti hélt efsta sætinu og er efst inn í úrslit með 8,75, knapi Sigurður Sigurðarson. Annar er Eldjárn frá Tjaldhólum með 8,69, knapi Guðmundur Björgvinsson og þriðji er Mídas frá Kaldbak með 8,63 knapi Steingrímur Sigurðsson.
[...Meira]
Landsmót 2011

Sterkur A-flokkur á morgun

28.06.2011
Milliriðlar í A-flokki fara fram á Vindheimamelum á morgun miðvikudag kl. 15:30. Hér má sjá ráslista morgundagsins.
[...Meira]
Landsmót 2011

Forkeppni í A-flokki lokið

Ómur frá Kvistum efstur með 8,93

28.06.2011
Forkeppni í A-flokki er nú lokið á Landsmóti. Efstur inn í milliriðil er Ómur frá Kvistum með 8,93, knapi Hinrik Bragason. Annar er Heljar frá Hemlu II með 8,63, knapi Vignir Siggeirsson og þriðji Már frá Feti með 8,58, knapi Viðar Ingólfsson.
[...Meira]
Landsmót 2011

Dómum 6v hryssna er lokið

Efst stendur María frá Feti með 8,57

28.06.2011
Dómum 6v hryssna er lokið á Landsmóti og standa dómar 5v hryssna nú yfir.
Efst er Orradóttirin María frá Feti með 8,57 fyrir hæfileika, 8,37 fyrir sköpulag og 8,49 í aðaleinkunn, sýnd af hinum unga og efnilega eiganda sínum Kára Steinssyni.
 
[...Meira]
Landsmót 2011

Dómar 5v hryssna

Kolka frá Hákoti efst eins og er

27.06.2011
Dómar 5v hryssna ganga vel á Landsmóti og langefst er Kolka frá Hákoti með 8,51 í aðaleinkunn, sýnd af Hrefnu Maríu Ómarsdóttur. Í fyrramálið verður áfram haldið með 5v hryssurnar en u.þ.b. tíu hryssur eru eftir í þessum flokki. Efstu fimm hryssurnar eins og staðan er núna er þessi:
[...Meira]
Lukka frá Stóra Vatnsskarði á LM 2008