Jakop sigrar Töltið í Meistaradeild 2019

4.04.2019
 Æsispennandi töltkeppni er lokið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum en þá er einungis ein grein eftir og hefst keppni í flugskeiði seinna í kvöld. Jakob Svavar Sigurðsson leiddi nokkuð örugglega eftir forkeppni með 8,63 í einkunn. 
[...Meira]

Opið Nýhestamót Sörla

4.04.2019
 Þá er komið að þessu bráðskemmtilega móti sem haldið verður í Sörla laugardaginn 27.  apríl. Að þessu sinni verður Nýhestamótið opið og vonumst við til að félagsmenn úr öðrum félögum fagni þessari nýbreytni og fjölmenni með nýhestana sína. 
[...Meira]

Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu"

4.04.2019
 Stóðhestaveltan á "Þeir allra sterkustu" er óvenjuglæsileg þetta árið. Eigendur hátt dæmdra stóðhesta hafa gefið toll til stuðnings íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. 
[...Meira]

Úrslit í fjórgangi í KS deildinni

4.04.2019
  Nú er fjórgangi í Meistaradeild KS lokið í ár. Þrír leynigestir voru skráðir til leiks að þessu sinni en hvert lið má tefla fram einum leynigesti yfir tímabilið.
[...Meira]

Auðsholtshjáleiga á Norðlensku Hestaveislunni

3.04.2019
 Fyrsta atriðið sem við kynnum fyrir Norðlensku Hestaveislunna er Auðsholtshjáleiga. Þau Kristbjörg, Gunnar og Þórdís í Auðsholtshjáleigu mæta til okkar með nokkra valinkunna gæðinga úr eigin ræktun.
[...Meira]

Það stefnir allt í troðfulla höll í Fákaseli á morgun

3.04.2019
 Það stefnir allt í troðfulla höll í Fákaseli á morgun en miðarnir rjúka út á tix.is - Við mælum með að þú tryggir þér miða tímanlega á einn stærsta hestaviðburð ársins.
[...Meira]

Meistaradeild KS - uppfærður ráslisti fyrir fjórganginn

3.04.2019
Keppt verður í fjórgangi í Meistaradeild KS í kvöld í Svaðastaðahöllinni og hefst keppni klukkan 19.00. Meðfylgjandi eru uppfærðir ráslistar.
[...Meira]

Kveikur keppir í Meistaradeildinni

3.04.2019
 Það stefnir allt í stærstu hestaveislu ársins í Fákaseli, fimmtudagskvöldið, 4.apríl en á ráslistanum eru engar smá bombur. Aðalheiður Anna ætlar ekki að gefa neitt eftir í einstaklingskeppninni og mætir með hæst dæmda klárhest í heimi og stjörnu síðasta Landsmóts, Kveik frá Stangarlæk.
[...Meira]

Dymbilvikusýning Spretts 2019

3.04.2019
 Nú styttist óðum í hina árlegu Dymbilvikusýningu Spretts sem fram fer í Samskipahöllinni miðvikudaginn 17. Apríl, kvöldið fyrir skírdag að venju. 
[...Meira]

Norðlenska hestaveislan 2019

2.04.2019
 Nú er undirbúningur á fullu skriði fyrir Norðlensku Hestaveisluna sem haldin er á Akureyri 26-27. Apríl.  Mikið af frábærum hestum og knöpum munu mæta bæði á föstudag og laugardag og leika fyrir okkur listir sínar.
[...Meira]

Lokamót Meistaradeildarinnar verður á fimmtudaginn 4.apríl í Fákaseli

2.04.2019
 Lokamót Meistaradeildarinnar verður á fimmtudaginn 4.apríl í Fákaseli. Miðasala er hafin inn á tix.is en einnig verður sýnt beint á RÚV2 og á oz.com/meistaradeildin
[...Meira]

Fláki og Möller / Stóðhestaveisla 2010

2.04.2019
 Árið 2011 mættu tveir garpar frá Blesastöðum á Stóðhestaveislu. Það verða ekki síðri gæðingar sem koma til með að sýna sig á Stóðhestaveislu í Samskipahöllinni nk. laugardag. Miðasala er í fullum gangi.
[...Meira]

Undirbúningi fyrir Landsmót hestamanna 2020 miðar vel áfram

2.04.2019
 Þriðjudaginn 26. mars s.l. var haldinn fundur í Rangárhöllinni á Hellu þar sem boðaðir voru formenn og stjórnir allra hestamannafélaga á Suðurlandi til undirbúnings Landsmóts hestamanna 2020. Vel var mætt á fundinn en fulltrúar komu frá sjö af níu félögum.
[...Meira]

Þriðju Vetrarleikar Sörla 2019

2.04.2019
 Þá er komið að síðustu vetrarleikum ársins. Mótið fer fram í tvennu lagi: að kvöldi föstudags 5. apríl og laugardaginn 6. apríl. 
[...Meira]

Ræktun 2019

2.04.2019
 Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2019 sem fram fer í Fákaseli að Ingólfshvoli laugardaginn 27. apríl n.k. kl. 20:00. Eins og verið hefur þá verður áherslan á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópa einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta.
[...Meira]

Úrslit Töltmóts Ljúfs

2.04.2019
 Þá er öðru töltmóti Ljúfs lokið en það var haldið í Höll Eldhesta 30. mars síðastliðin. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
[...Meira]

Lokamót - Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum

1.04.2019
Lokamótið verður í Fákaseli fimmtudaginn 4.apríl. Keppt verður í tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Við mælum með að allir fjölmenni í höllina og horfi á bestu töltara landsins og fljótustu skeiðhestana.
[...Meira]

Styttist í Stóðhestaveisluna - miðasala hafin

1.04.2019
 Nú er miðasala hafin á Stóðhestaveisluna sem fer fram í Samskipahöllinni nk. laugardagskvöld, 6. apríl klukkan 20. Uppselt hefur verið á allar stóðhestaveislur síðustu sjö ára og miðað við væntanlegan hestakost á veislunni í ár, eru miklar líkur á að það verði uppselt áttunda árið í röð svo tryggið ykkur miða í tíma.
[...Meira]

Þeir allra sterkustu 2019

1.04.2019
 Þeir allra sterkustu er fjáröflunarmót landsliðs Íslands í hestíþróttum. Landsliðsknaparnir okkar mæta með sterkustu keppnishesta landsins í fjórgangi, fimmgangi og tölti. Aðeins verða riðin úrslit, engin forkeppni. Úrvalsstóðhestar koma einnig fram og dansa um gólfið. 
 
[...Meira]

Sigur spretturinn í 150m. skeiðinu - Meistaradeild 2019

1.04.2019
 Hans Þór Hilmarsson sigraði 150m. skeiðið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum 2019. Hann og Konráð Valur Sveinsson háðu æsispennandi lokabaráttu. Lokamót Meistaradeildarinnar fer fram á fimmtudaginn 4.apríl í Fákaseli þar sem keppt verður í tölti og flugskeiði 
[...Meira]
Lukka frá Stóra Vatnsskarði á LM 2008