Ís-landsmót 2012

12.02.2012
Laugardaginn 3. mars  verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í A-Hún. Keppt  verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og hér á heimasíðu mótsins.
[...Meira]

Hestar sluppu eftir bílveltu

11.02.2012
Jeppabifreið með hestakerru í eftirdragi valt út fyrir veg í grennd við Grundartanga á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður hlaut minniháttar meiðsli og hestarnir eru taldir hafa sloppið ómeiddir. Jeppinn er talinn ónýtur og hestakerran var töluvert löskuð.
[...Meira]

Hestamenn í Borgarbyggð óánægðir

álagning hesthúsa hækkar úr 0,36% í 1,5%.

9.02.2012
Borgarbyggð hefur líkt og Reykjavíkurborg breytt álagningu fasteignagjalda á hestahús í Borgarnesi. Álagningarprósentan hækkar því úr 0,36% í 1,5%. Hestamenn í Borgarnesi eru mjög óánægðir með þessa breytingu.
[...Meira]

Fyrirlestur um fóðrun og meðferð hrossa

9.02.2012
Ingimar Sveinsson flytur fyrirlestur um meðferð og fóðrun hrossa í Félagsheimili Fáks fimmtudaginn þann 9.febrúar 2012. Fyrirlesturinn byrjar kl. 20:00 - 22:00 Frítt inn og allir velkomnir.  Kaffi í boði hússins.
[...Meira]

Hestadagar í Reykjavík 2012

vetrarhátíð íslenska hestsins

8.02.2012
Hestadagar í Reykjavík 2012 verða vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið. Að hátíðinni standa Landssamband Hestamannafélaga, Höfuðborgarstofa, Icelandair group,  Inspired by Iceland og sex hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu.
[...Meira]

Hafliði Halldórsson kaupir í Sæ sf

er í dag stærsti hluthafinn

7.02.2012
Samkvæmt frétt Hestablaðsins í morgun þá er Hafliði Halldórsson hrossabóndi í Ármóti orðin stærsti hluthafi í félaginu Sær sf, sem á svo stóðhestinn Sæ frá Bakkakoti. Það var Vilhjálmur Skúlason sem seldi Hafliða sína átta hluti í félaginu.
[...Meira]

Vilja að innheimtu verði hætt strax

7.02.2012
Hestamenn krefjast þess að borgin láti af innheimtu fasteignagjalda á meðan Alþingi endurskoðar lög um fasteignaskatt á hesthús í þéttbýli. Rúnar Sigurðsson, formaður Hestmannafélagsins Fáks, segir hækkun gjaldanna aðför að hestaíþróttinni.
[...Meira]

Bygging hrossa

Haldið í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands

6.02.2012
Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamtök Suðurlands bjóða upp á námskeið í vetur um byggingu hrossa. Námskeið hefst þann: 25.2.2012 og verður hámarksfjöldi 25 manns. Námskeiðið er haldið á Skeiðvöllum.
[...Meira]

Grímutölt Sörla næstkomandi laugardag

6.02.2012
Grímutölt Sörla verður haldið næstkomandi laugardag 11 febrúar að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Þetta árlega mót hefst klukkan kl 14:00 svo allir ættu að fara að gera búninga sína klára!
[...Meira]

Risahækkun á hestamenn

Greiddi 56 þúsund í fyrra en greiðir nú 426 þúsund

1.02.2012
Reykjavíkurborg hefur hækkað fasteignagjöld á hesthús í borginni úr 0,22% af fasteignamati í 1,65%. Þetta er gjaldskrárhækkun upp á 750%. Hestamenn eru æfir vegna málsins.
[...Meira]

Húnvetnska liðakeppnin

1.02.2012
Húnvetnska liðakeppnin er að fara í gang og verður fyrsta mótið haldið þann 17. febrúar og er það keppni í fjórgangi.
[...Meira]

Upprifjunarnámskeið HÍDÍ 2012

1.02.2012
Haldin verða tvö upprifjunarnámskeið fyrir hestaíþróttadómara í ár. Fyrra námskeiðið verður haldið 12.febrúar í Reiðhöllinni Víðidal kl.10:00-17:00
Seinna námskeiðið verður haldið 26.febrúar í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki kl.10:00-17:00
[...Meira]

Sigursteinn Sumarliðason Íþróttamaður Sleipnis

30.01.2012
Stjórn Sleipnis valdi Sigursteinn Sumarliðason sem íþróttamann Sleipnis á aðalfundi félagsins sem haldin var 25.janúar síðastliðinn. Árangur hans á árinu var afar glæsilegur og fer þar hæðst árangur hans í tölti. Hann varð bæði Íslands- og Landsmótsmeistari í tölti nú í sumar.
[...Meira]

Hestadagar í Reykjavík

27.01.2012
Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu, Icelandair Group og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 29. mars – 1. apríl næstkomandi.
[...Meira]

Fimm helga námskeið með afreksknapanum Sigurði Sigurðarsyni

Verð 123.000 krónur

26.01.2012
Sigurður Sigurðarson er tamningamaður, reiðkennari og hrossabóndi í Þjóðólfshaga. Hann er einn sigursælasti keppnismaður á íslenskum hestum í heiminum en hann hefur að baki íslandsmeistaratitla, landsmótsigra og heimsmeistartitil.
[...Meira]

Sýnikennsla með Jóa Skúla og Iben Andersen

26.01.2012
FT-Norður stendur fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 28. janúar kl. 20. Þar munu Jóhann Skúlason og Iben Andersen fræða áhugasama hestamenn um tamningar og þjálfun.
[...Meira]

Strætó með Landsmótsleið

26.01.2012
Landsmót ehf. er í miklu og góðu sambandi við bæði Reykjavíkurborg. Nú um þessar mundir er verið að vinna að því hörðum höndum að undirbúa í samvinnu við Strætó svokallaða Landsmótsleið, en sú leið myndi fara frá miðbæ Reykjavíkur, framhjá Kringlunni og stoppa í Víðidalnum.
[...Meira]

Íslenski hesturinn á toppnum

25.01.2012
Hestaleigan Íslenski hesturinn er í þriðja sæti ferðavefsíðunnar Tripadvisor yfir hluti sem mælt er með að gera í allri Evrópu. Leigan er eina hestaleigan í Reykjavík og er þjónustan lofuð í hástert af fyrrum viðskiptavinum.
[...Meira]

Fasteignagjöld hesthúsa hærri en á híbýlum manna

25.01.2012
„Kostnaður við hestahald hefur stóraukist á síðustu árum og eitt sem hestamenn eru hvað ósáttastir við er að sveitarfélögin hafi sett hesthúsin í flokk með iðnaðarhúsnæðum og því þarf að borga svívirðilega há fasteignagjöld af hesthúsunum,
[...Meira]

Meistaradeild Norðurlands frestar úrtöku

25.01.2012
Spáð er vonsku veðri á Norðurlandi í dag og í kvöld og því hefur stjórn Meistaradeildar Norðurlands ákveðið að fresta úrtöku sem átti að vera í dag, miðvikud 25. jan til miðvikudagsins 1. febrúar.
 
[...Meira]
Fláki og Alfa Stóðhestadagurinn 2010