Hrossabúið til sölu: Kári vill 210 milljónir

Hefur ekki lengur tíma fyrir bústörfin

24.01.2012
Kári Stefánsson, forstjóri Decode, hefur sett bújörð sína Breiðholt í Flóahreppi á sölu. Jörðin er alls 165 hektarar að stærð og er tæplega 180 fermetra íbúðarhús á jörðinni, auk bílskúrs.
[...Meira]

Meistaradeild Norðurlands 2012

Úrtaka á morgun 25. janúar

24.01.2012
Það stefnir í hörku úrtöku miðvikudagskvöldið 25. janúar í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Fjórtán knapar eru skráðir til leiks að keppa um þau sex sæti sem laus eru. Veislan hefst kl: 20:00 og er frítt inn.
[...Meira]

Guðmar Þór í Faxaborg

23.01.2012
Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í Faxaborg miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00.Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur” með aðstöðu að Staðarhúsum.
[...Meira]

Setning Meistaradeildar 2012

Blaðamannafundur

21.01.2012
Þriðjudaginn 24. janúar klukkan 15:00 verður haldinn blaðamannafundur til kynningar á Meistaradeild í hestaíþróttum 2012. Kynningin mun fara fram í Nauthól.
[...Meira]

Meistaradeild Norðurlands 2012

úrtaka 25. janúar

18.01.2012
Nú fer KS-deildin í hestaíþróttum að fara af stað enn eitt árið en úrtaka fer fram þann 25. janúar í Svaðastaðahöllinni og hefst kl: 20:00. Keppt verður í í fjór og fimmgangi en alls eru sex sæti laus í keppninni.
[...Meira]

Kaffihúsafundir með stjórnarmönnum Fáks

18.01.2012
Stjórn Fáks vill gjarnan hitta sína félagsmenn til að stilla betur saman strengi varðandi starfssemi og framtíðarstefnu Fáks. Nauðsynlegt er fyrir stjórn Fáks að vita hvað félagsmönnum finnst vel gert hjá félaginu, hvað mætti bæta og hvernig þeir vilja sjá Fák í framtíðinni.
[...Meira]

Sýnikennsla á Sörlastöðum

Taumsambandið

17.01.2012
Anton Páll Níelsson mun halda sýnikennslu að Sörlastöðum miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 20:00. Það er mikill fengur að fá að sjá hvernig Anton Páll vinnur með sín hross, en hann hefur verið einn af aðalkennurum við Háskólann að Hólum til fjölda ára.
[...Meira]

Baltasar Kormákur slær í gegn í Hollywood

Contraband tekjuhæst

15.01.2012
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, með þeim Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum, var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær. Baltasar var hins vegar fjarri glysi og glamúr rauða dregilsins og flassi blaðaljósmyndaranna í Hollywood því gærdeginum eyddi hann heima hjá sér á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði.
[...Meira]

Barátta fram á síðustu stundu

14.01.2012
Margir af bestu knöpum landsins leiða saman hesta sína í Meistaradeild í hestaíþróttum sem hefst með keppni í fjórgangi í Ölfushöllinni fimmtudaginn 26. janúar. Liðin hafa verið kynnt.
[...Meira]

Um 140.000 fleiri heimsóknir í WF árið 2011 en 2010

14.01.2012
Heildarfjöldi heimsókna (visits) á WF mældist 629.944 árið 2011. Þetta eru 140.000 heimsóknum fleiri en árið á undan, eða um 30% fjölgun. 55% heimsókna koma frá öðrum löndum en Íslandi.
[...Meira]

Meistaradeildin 2012 Lið Top Reiter / Ármót

13.01.2012
Síðasta liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiter / Ármóts. Liðsstjóri hjá þeim er Guðmundur Björgvinsson og með honum eru þeir Jakob Sigurðsson, Sigurður Óli Kristinsson og Þorvaldur Árni Þorvaldsson.
[...Meira]

Kynbótasýningar 2012

Drög að sýningaráætlun

13.01.2012
Áætlað er að halda fyrstu kynbótasýningu ársins í Skagafirði dagana 20. Og 21. Apríl næstkomandi. Fagráð í hrossarækt samþykkti á fundi sínum í desember 2011 eftirfarandi drög að sýningaráætlun kynbótadóma árið 2012.
[...Meira]

Nýárstölt Léttis á morgun

haldið í minningu Óla G. Jóhanssonar

13.01.2012
Nýárstölt Léttis verður haldið á morgun laugardaginn 14. Janúar í Topp Reiterhöllinni og hefst það klukkan 17.00. Keppt verður í tveimur flokkum, minna og meira vönum svo allir finna í þessu móti eitthvað fyrir sig. Skráning verður á staðnum frá 15:00 – 16:30.
[...Meira]

Meistaradeild 2012 lið Spónn.is

12.01.2012
Næsta lið sem við kynnum til leiks í Meistaradeild í hestaíþróttum er Spónn.is en það kom nýtt inn í deildina í fyrra. Liðsstjóri liðsins er Sigursteinn Sumarliðason og með honum eru þeir Elvar Þormarsson, Ólafur Ásgeirsson og Ævar Örn Guðjónsson.
[...Meira]

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaga Flóahrepps

12.01.2012
Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaga Flóahrepps verður haldin laugardagskvöldið 14. Janúar 2012  í  Þjórsárveri  kl:21:00. Veitt verðlaun fyrir hæst dæmda stóðhest og hæst dæmdu hryssu Flóahrepps. Frítt verður inn og veitngar seldar á vægu verði.
[...Meira]

1136 hross flutt út 2011

11.01.2012
Alls voru 1136 hross flutt út árið 2011, til 15 landa. Langflest fara hrossin til Þýskalands, eða 444, en útflutningur þangað hefur aukist töluvert eftir nokkuð langt samdráttarskeið þar. Næstflest, eða 151, fara til Svíþjóðar. Heildarfjöldi útfluttra hrossa árið 2010 var 1158.
[...Meira]

Hestadómarinn

tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum

11.01.2012
Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.
[...Meira]

Ný reiðhöll mun senn rísa í Grindavík

11.01.2012
Undirbúningur fyrir nýja reiðhöll hjá Hestamannafélaginu Brimfaxa í Grindavík er nú í fullum gangi en hestamenn þar bíða spenntir eftir að framkvæmdir hefjist. Reiðhöllin verður staðsett í nýju hesthúsahverfi ofan Suðurstrandar við Kóngsholt þar sem að framtíðarsvæði Brimfaxamanna verður.
[...Meira]

Stóðhestavefur Hófapressunnar

Einfalt skráningarkerfi

10.01.2012
Stóðhestavefur Hófapressunnar er að verða klár og nú geta stóðhestaeigendur skráð sína hesta sjálfir hér á vefnum. Skráningarkerfið er mjög einfalt og fara skráningar sjálfkrafa í gagnagrunn okkar. Verð fyrir skráningu árið 2012 er aðeins 5000 krónur, verð er án vsk.
[...Meira]

Hellisheiði er lokuð vegna veðurs og ófærðar

10.01.2012
Ófærð og slæmt veður er um allt land. Vegfarendur hafa víða lent í vandræðum og þurft á aðstoð björgunarsveita að halda frá því seint í gærkvöld. Gert er ráð fyrir að veður verði áfram slæmt.
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson árið 1994