Ekið á hross á Suðurlandsvegi

Varhugaverður vegkafli þar sem reglulega er ekið á hross í slæmum aðstæðum

9.01.2012
Á fimmtudagsmorgun var bifreið ekið inn í hóp hrossa á Suðurlandsvegi austan við Landvegamót. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ekið er á hross á þessum vegkafla.
[...Meira]

Hófapressan fjölsóttasti hestafréttamiðill landsins

9.01.2012
Vefur Hófapressunnar var opnaður formlega sem fréttamiðill þann 12. Nóvember 2011. Á þessum ríflega tveimur mánuðum hefur vefur Hófapressunnar sópað til sín notendum
[...Meira]

Kraftur kaplamjólkur

9.01.2012
„Kaplamjólkin er heilsubætandi og allra meina bót og við höfum gert þetta í þrjú ár,“ segir Hekla Hermundsdóttir hestafræðingur en hún og faðir hennar, Hermundur Jörgensson, hafa mjólkað hryssur í þrjú ár á bænum Ásmundarstöðum í Ásahreppi.
[...Meira]

Mánamenn leita að heyþjóf

“Við getum ekki liðið að menn steli heyi hér í hverfinu"

9.01.2012
Borið hefur á heyþjófnaði á rúllustæðinu hjá Hestamannafélaginu Mána í Keflavík. Á vefsíðu félagsins er greint frá því að nýverið hafi 6 rúllum verið stolið þar á einu bretti og greinilegt að þjófarnir hafi notað kranabíl til verksins.
[...Meira]

Nýjárstölt Léttis næstkomandi laugardag

9.01.2012
Fyrsta mót vetrarins, Nýárstölt Léttis og Háhóls verður haldið í Top-Reiter Höllinni, laugardaginn 14. janúar klukkan 17:00. Keppt verður í tveim flokkum, minna vönum og meira vönum. Tveir eru inni á vellinum í einu og riðið verður upp á vinstri hönd.
[...Meira]

Fá ábendingar um hross sem eru vanhirt

7.01.2012
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að undanfarið hafi borist talsvert af ábendingum til héraðsdýralækna um að ekki sé hugsað nægjanlega vel um útigangshross. Hann hvetur bændur og aðra hestaeigendur til að huga að hestum sínum og tryggja að þeir hafi nægt fóður og skjól.
[...Meira]

Ók inn í tíu hrossa hóp

6.01.2012
Ökumaður pallbifreiðar af stærstu gerð ók inn í hóp tíu hrossa á Laugarvatnsvegi við Syðri-Reyki á sjötta tímanum að morgni fimmtudagsins. Hálka var á veginum og kvaðst ökumaðurinn ekki hafa séð hrossin í myrkrinu en þau stefndu í sömu átt.
[...Meira]

12 hestar fór yfir Þjórsá á ís

Eitthvað óvænt í loftinu?

6.01.2012
Tólf  hross, sem hafa verið í hagagöngu á Háfi í Þykkvabæ, fóru yfir ísinn á Þjórsá og komu yfir ána við bæinn Ferjunes. Hrossin fóru um hálfan kílómetra á ísnum.
[...Meira]

Stendur ekki fram úr hnefa þessi tittur

“Þetta er bara kjána krókur sem vantar athygli”

5.01.2012
Hefði geta haldið hér reiðilestur eftir ummæli Júlíusar Brjánssonar sem birt var á Pressunni í gær, varðandi stóra og þunga knapa, en tel það forréttindi að geta BARA gert grín af svona smákörlum sem vart standa fram úr hnefa.
[...Meira]

Trippin tvö komin til byggða

5.01.2012
Trippin tvö sem hafa verið innikróuð nyrst í Gæsadal eru komin til byggða. Gerður var út leiðangur björgunarsveitarmanna frá björgunarsveitinni Ægi á Grenivík í gær undir forustu Þórarins Péturssonar bónda á Grýtubakka í fylgd héraðsdýralæknis til að sækja trippin tvö á snjótroðara Kaldbaksferða.
[...Meira]

Of þungir hestamenn dýraníð?

„Kjaftæði,“ segir Einar Bollason 123 kíló og tæpir tveir metrar á hæð

5.01.2012
Einar Bollason, hestamaður og eigandi Íshesta um áratugaskeið, blæs á gagnrýni sem fram hefur komið um að stórt og þungt fólk eigi að stunda einhverja aðra íþróttagrein en hestamennsku.
[...Meira]

Hross aflífað

talið að það hafi orðið hrætt vegna flugelda

5.01.2012
Umferðaróhapp varð um klukkan sex í morgun á Laugarvatnsvegi við Brúará á móts við bæina Efri-Reyki og Syðri-Reyki er hross varð fyrir pallbifreið sem átti leið um veginn. Hrossið slasaðist það mikið að ekki var hjá því komist að aflífa það, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.
[...Meira]

Óprúttnir aðilar spilla hesthúsi hjá Létti

Eiganda hesthúss ekki skemmt

5.01.2012
Á vefsíðu Léttis á Akureyri ef að finna stutta grein frá einum meðlim félagsins þar sem hann segir óprúttna aðila hafa spillt hesthúsi sínu. "Ég vissi ekki að ég ætti óvildarmann eða menn og ekki á ég í útistöðum við nokkurn svo ég viti til" segir greinarhöfundur.
[...Meira]

Fullt að gerast í Fáki

Hrossakjötsveisla, Knapamerkja - námskeið, þorrablót og fl

5.01.2012
Hrossakjötsveisla hrossaræktenda og Limsverja verður nk. laugardagskvöld. Guðni Ágústsson kemur og þrumar yfir lýðnum, hrossaræktendur verðlaunaðir og ræktun skussanna étin. Tilvalið tækifæri til að koma saman og skemmta sér.
[...Meira]

Svellkaldir Sörlafélagar

UPPFÆRT kl. 13.00 MÓTINU FRESTAÐ

4.01.2012
Hestamannafélagið Sörli stendur fyrir innanfélagsmóti á Hvaleyrarvatni á morgun fimmtudaginn 5.janúar. Mótið hefst klukkan 18.30 og verður riðið á beinni braut, hægt tölt og frjáls ferð til baka. Skráning er í dómpalli milli klukkan 17:00 og 18:00 á mótsdegi.
[...Meira]

Björguðu tveimur hrossum: Voru búin að éta töglin hvort af öðru

3.01.2012
„Þau eru komin upp á kerruna og við erum búnir að gefa þeim hey," segir Þorsteinn Friðriksson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis á Grenivík, sem lagði af stað í morgun í Gæsadal, sem liggur norður frá Víkurskraði, til að sækja tvö hross sem voru þar illa haldin.
[...Meira]

ÍSÍ hlutist til um að gætt sé jafnræðis við úthlutun landsmóta

3.01.2012
Stjórn Hestamannafélagsins Funa í Eyjafjarðarsveit hyggst ekki kæra til ÍSÍ þá ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að setja landsmótin 2014 og 2016 niður á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði en Funi sótti um bæði mótin.
[...Meira]

Bara ef þetta hefur farið framhjá hestamönnum!

Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló

3.01.2012
DV.is greindi frá því á vef sínum þann 28. desember 2011 að Ísdrottningin Ásdís Rán hafi þyngst um þrjú kíló eftir jólin. Svona stórfrétt á heima á öllum miðlum og birtum við hér með frétt DV í heild sinni.
[...Meira]

128 milljóna villa í Kópavogi ásamt hesthúsi til sölu

3.01.2012
Hún er glæsileg 9 herbergja villan sem stendur við Asparhvarf í Kópavoginum. Sambyggt eigninni er tæplega 70 fermetra hesthús sem tekur 8 hesta og að sjálfsögðu gerði fyrir hrossin.
[...Meira]

Hestarnir hræddust flugelda

1.01.2012
Hestarnir sem hlupu um í nágrenni Reykjanesbrautar, skammt frá Kúagerði, í morgun, eru nú komnir aftur til eiganda síns. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum voru hestarnir lausir og komnir upp á Reykjanes brautina þegar lögreglumönnum tókst að stugga þeim tilbaka og koma þeim í hald.
[...Meira]
Icelandic horses break through ice - UNCUT VERSION