Ræktunarbú á LM 2012

14.05.2012
Sýningar ræktunarbúa skipa heiðurssess á landsmótum hestamanna og á LM2012 í Reykjavík verður engin breyting þar á. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 ræktunarbú.
[...Meira]

Forsölu lýkur 15. maí!

Landsmót 2012

7.05.2012
Nú eru aðeins um 50 dagar í Landsmót hestamanna í Reykjavík. Já tíminn líður hratt og nú fer hver að verða síðastur að kaupa miða á mótið, í stúku og hjólhýsastæði með rafmagni á forsöluverði.
[...Meira]

Fjöldi fulltrúa á Landsmót

25.04.2012
Það er alltaf töluverð spenna sem fylgir því hver leyfilegur fjöldi knapa frá hverju félagi er inn á Landsmót.
[...Meira]

Landsmót og Toyota á Selfossi semja

16.03.2012
Toyota á Selfossi og Landsmót hestamanna undirrituðu samstarfssamning, sem hljóðar upp á aðkomu Toyota á Selfossi að Landsmóti hestamanna í Reykjavík í sumar.
[...Meira]

Frá hestamannafélaginu Fáki.

9.02.2012
Landsmót ehf tilkynnti fyrir skömmu síðan að keppt yrði á einum velli á Landsmótinu í Reykjavík í sumar.. Þessi ráðstöfun er í samræmi við samning þann sem gerður var á milli Fáks og Landsmóts ehf um framkvæmd Landsmótsins.
[...Meira]

Strætó með Landsmótsleið

26.01.2012
Landsmót ehf. er í miklu og góðu sambandi við bæði Reykjavíkurborg. Nú um þessar mundir er verið að vinna að því hörðum höndum að undirbúa í samvinnu við Strætó svokallaða Landsmótsleið, en sú leið myndi fara frá miðbæ Reykjavíkur, framhjá Kringlunni og stoppa í Víðidalnum.
[...Meira]

Landsmót fyrir dóm

27.12.2011
Stjórn hestamannafélagsins Funa í Eyjafirði hyggst láta á það reyna fyrir dómstólum íþróttahreyfingarinnar hvort ákvörðun Landssambands hestamannafélaga (LH) um landsmótið 2016 standist. Formaður LH hefur ráðfært sig við lögfróða menn um þetta atriði og telur að ákvörðunin muni standast þótt hún verði kærð til dómstóls ÍSÍ.
[...Meira]

Landsmót á Hellu 2014

20.12.2011
Stjórn Landssambands hestamannafélaga ákvað á fundi sínum í gær að semja við Rangárbakka ehf. sem rekur Gaddstaðaflatir við Hellu fyrir Landsmót hestamanna 2014 og Gullhyl á Vindheimamelum fyrir mótið sem fer fram árið 2016.
[...Meira]

Landsmót hestamanna í Reykjavík 2016 , hvers vegna ?

Pistill eftir Rúnar Sigurðsson formann Fáks

19.12.2011
Nokkuð er rætt um Landsmót hestamanna í Reykjavík 2012 um þessar mundir og hefur það mætt andstöðu víða af óskiljanlegum ástæðum.  Bæði ef horft er félagslega og fjárhagslega á málið.
[...Meira]

DVD frá Landsmóti í jólapakkann

17.12.2011
Nú eru DVD diskarnir frá Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar komnir út. Þetta er meira en átta klukkustunda efni af bestu gæðingum og kynbótahrossum landsins.
[...Meira]

Landsmóts sjónvarpið sett í gang aftur

Verður klárt fyrir jólin

14.11.2011
Nú fer Landsmóts sjónvarpið að vakna til lífsins aftur og í framhaldi af því verður boðið upp á þá nýjung að geta gerst áskrifandi að svokölluðu Landsmóts-sjónvarpi. Til að byrja með verður 140 mín samantekt frá Landsmóti 2011 aðgengileg í gegnum sjónvarpsáskriftina.
[...Meira]

Vilja landsmót í Eyjafjörð

4.11.2011
Á opnum fundi sem haldinn var á Akureyri átti sér stað málefnaleg umræða um Landsmótahald í Eyjafirði og almennt um stöðu Landsmóta á Íslandi. Flestir sem til máls tóku töldu seinagang í ákvarðanatöku um landsmótsstað sem og óvissu um framtíðar skipulag Landsmóta gera félögunum erfitt fyrir.
[...Meira]

Miðasala fyrir LM 2012 fer vel af stað

3.11.2011
Miðasala fyrir Landsmótið næsta sumar er nýlega hafin og fer ágætlega af stað. Að þessu sinni er sú breyting gerð að helgarpassar verða eingöngu seldir í hliði, en ekki í forsölu líkt og verið hefur.
[...Meira]

Jólaleikur Landsmóts

3.11.2011
Þrátt fyrir að Nóvember sé rétt að hefjast er létt jólastemning að læðast inn á skrifstofu Landsmóts. Við viljum því endilega minna á jólaleikinn okkar  sem fór í gang um leið og miðasalan hófst. Veglegir vinningar bíða í pottinum en allir seldir miðar fram að jólum fara sjálfkrafa í pottinn.
[...Meira]

Opinn fundur um Landsmótsmál

27.10.2011
Opinn fundur um Landsmót hestamanna í Eyjafirði verður haldinn í fundaraðstöðu Búgarðs, Óseyri 2 Akureyri miðvikudaginn 2. nóv. Kl. 20:30.
[...Meira]

Miðasala Landsmóts hestamanna 2012 er hafin

18.10.2011
Miðasala Landsmóts 2012, sem fer fram í Reykjavík dagana 25.júní til 1.júlí, er nú hafin. Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 15.maí.a fer fram á heimasíðu Landsmóts http://www.landsmot.is/
[...Meira]
The Uniqeness of Icelandic Horses | Equestrian World