Stóðhestadagur Eiðfaxa

fer fram á Brávöllum á Selfossi 6.maí

25.04.2017
  "Stóðhestsablað Eiðfaxa er á leið í prent í vikunni. En í því verða allir helstu stóðhestar sem boðnir eru til notkunar sumarið 2017". Þetta kemur fram á vef Eiðfaxa, eidfaxi.is.
[...Meira]

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

24.04.2017
 Þann 18. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. 
[...Meira]

Heildarúrslit úr Kvennatölti Spretts

24.04.2017
 Kvennatölt Spretts fór fram í Samskipahöllinni sl. laugardag, 22. apríl og þar tókust á vel á annað hundrað konur í töltkeppni í fjórum styrkleikaflokkum. Mótið gekk vel fyrir sig og var umgjörðin glæsileg og verðlaunin vegleg að venju.
[...Meira]

Hestadagar 29. apríl - 1. maí

18.04.2017
 Hestadagar verða haldnir dagana 29. apríl - 1. maí næstkomandi með glæsilegri dagskrá um land allt:
[...Meira]

Æskan og hesturinn í Víðidal 29. apríl

17.04.2017
 Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. 
[...Meira]

Bergur og Katla voru allra sterkust

16.04.2017
 Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum voru "allra sterkasta" parið í töltkeppni kvöldsins. Þau báru sigur úr býtum með 8,61 í einkunn. Annar var Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey með 8,33. Þriðja varð síðan Elín Holst með Frama frá Ketilsstöðum með 7,94. 
[...Meira]

Stórsýning Fáks 2017

13.04.2017
  Stórsýning Fáks, 30 ára afmæli Reiðhallarinnar í Víðidal og 95 ára afmæli Fáks verður laugardaginn 22. apríl n.k. í Reiðhöllinni Víðidal kl 20:30.
[...Meira]

Bergur meistari 2017

8.04.2017
 Magnaðri Meistaradeild er lokið en Bergur Jónsson og lið Gangmyllunnar fóru hlaðinn verðlaunum heim. 
[...Meira]

Nýr hestalitur kominn fram í íslenska hrossastofninum

– Eini hesturinn í heiminum með þennan erfðaeiginleika

6.04.2017
Bændablaðið fregnaði af því að á Íslandi væri nú til graðfoli sem kominn er á fjórða vetur og með einstakan lit. Freyja Imsland, doktor í erfðafræði, og Baldur Eiðsson, eigandi folans, staðfestu að svo væri.
[...Meira]

Sýningin Ræktun 2017

4.04.2017
Undirbúningur fyrir stórsýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2017 sem fram fer í Fákaseli að Ingólfshvoli laugardaginn 29. apríl n.k. er í fullum gangi. Eins og verið hefur þá verður áherslan á sýningar ræktunarbúa, afkvæmasýningar hryssna og stóðhesta ásamt hópa einstaklingssýndra hryssna og stóðhesta.
[...Meira]

Lokaniðurstöður 2017 - Áhugamannadeild Spretts

2.04.2017
 Lokahátíð Áhugamannadeildar Spretts – Gluggar og Gler deildin – var haldin síðastliðinn föstudag. Gestir voru liðin, þjálfarar, starfsmenn deildarinnar ásamt styrktaraðilum og öðrum boðsgestum. Á hátíðinni var frábærri mótaröð fagnað og ljóst er að Áhugamannadeildin hefur fest sig í sessi meðal hestamanna.
[...Meira]

Vel ættuð hross á upp­boði

1.04.2017
 Upp­boðum sýslu­manna á óskila­hross­um hef­ur fækkað síðustu ár en þau voru mun al­geng­ari fyr­ir rúm­um ára­tug, að sögn Björns Hrafn­kels­son­ar, sýslu­manns­full­trúa á Norður­landi vestra. Í janú­ar síðastliðnum voru boðin upp þrjú hross í óskil­um, einn graðhest­ur og tvær hryss­ur, á bæn­um Saur­bæ í Skagaf­irði.
[...Meira]

Ráslisti fyrir Byko tölt í Gluggar og Gler deildinni

28.03.2017
 Nú eru ráslistar klárir fyrir Byko töltið sem er jafnframt lokamótið í Gluggar og Gler deild áhugamanna 2017.
[...Meira]

Fljúgandi fjör

28.03.2017
 Segja má að taumlaus gleði og fljúgandi fjör hafi ríkt í Samskipahöllinni í Kópavogi þegar keppni í slaktaumatölti og flugskeiði fór fram í áhugamannadeildinni í hestaíþróttum.
[...Meira]

Ylfa og Hákon sigurvegarar kvöldsins í Meistaradeild Líflands og æskunnar

27.03.2017
Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar var haldið í gær sunnudag. Það var Límtré Vírnet sem styrkti þetta mót og hlutu knapar glæsileg verðlaun og að auki fengu knapar í A- og B-úrslitum og fimm efstu í skeiðinu, 1 bretti af spónabölllum,  sem vitaskuld kætti foreldrana gríðarlega! 
[...Meira]

Meistaradeild Líflands og æskunnar á sunnudaginn

24.03.2017
 Það er komið að Límtré Vírnet mótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Þetta eru mjög tæknilegar greinar og að sjálfsögðu hraði og spenna í skeiðinu. Mótið er það þriðja í röðinni og verður sem fyrr haldið í reiðhöllinni í Víðidal.
[...Meira]

Kvennatölt Spretts 2017

24.03.2017
 Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt fer fram í Samskipahöllinni í Kópavogi laugardaginn 22. apríl nk. 
[...Meira]

Hulda Gústafsdóttir og Birkir frá Vatni sigra fimmgang í Meistaradeild Cintamani

24.03.2017
  Eftir hörku spennandi keppni höfðu Íslandsmeistararnir Hulda Gústafsdóttir og Birkir frá Vatni sigur úr bítum í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani. 
[...Meira]

Lið Krappa sigrar Suðurlandsdeildina 2017 - ÚRSLIT

18.03.2017
 Lokakvöld Suðurlandsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi! Hestakosturinn var frábær, knaparnir til fyrirmyndar, keppnin hörð og fullt hús af áhorfendum.
[...Meira]

Stórsýning Sunnlenskra hestamanna - 13. apríl

14.03.2017
  Stórsýning Sunnlenskra hestamanna verður haldin í Rangárhöllinni á skírdag (13. apríl) líkt og undanfarin ár. Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og ættu allir hestaáhugamenn að sjá eitthvað við hæfi. Bæði hestar og menn verða á öllum aldri og atriðin því fjölbreytt og við lofum einhverju fyrir alla!
[...Meira]
The Uniqeness of Icelandic Horses | Equestrian World