Meistaradeildin hefst eftir sléttan mánuð

26.12.2011
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefst eftir sléttan mánuð og hefst veislan á fjórgangi, fimmtudaginn 26. janúar 2012.Þar sem ekkert myndefni er í boði frá deildinni í ár, þá birtum við hér dramatíkina frá Reykjavíkurtjörn.
[...Meira]

Hótel Eldhestar fá umhverfisverðlaun

16.12.2011
Hótel Eldhestar í Ölfusi hlaut í dag umverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir markvissa umhverfisstefnu og sjálfbæran rekstur. Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála.
[...Meira]

Ólafur í Samskipum kaupir Álfadrottningu

Markaðsverð 10 til 20 milljónir króna

12.12.2011
Ólafur Ólafsson, löngum kenndur við Samskip og S-hópinn svokallaða sem keypti Búnaðarbankann á sínum tíma, keypti fyrir um mánuði ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur afburðahryssu undan landsþekktum stóðhesti. Eigendaskipti voru skráð í vikunni.
[...Meira]

Fullbókað í Tölt og fjórgang á World Tölt 2012

-á huldu hvaða hest Jói Skúla mætir með

4.12.2011
Áhuginn fyrir World Tölt sem haldið verður í Arena Fyn í Óðinsvéum í Danmörku er mikill. Búið er að loka fyrir skráningar í tölt og fjórgang þar sem fullt er orðið í þessar greinar.
[...Meira]

Er Erlingur Erlingsson að yfirgefa Ísland?

2.12.2011
Já sagan segir að enn einn kynbótaknapinn sé að yfirgefa landið og leita tækifæra á meginlandinu. Þokka (Dísin) Þórður Þorgeirsson yfirgaf landið fyrir skemmstu og nú berast þær fregnir að félagi hans Erlingur Erlingsson kynbótaknapi sé að flytja til Noregs í leit að nýjum tækifærum.
[...Meira]

Ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga - samantekt af því besta

1.12.2011
Eins og öllum er kunnugt þá var ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga valið Ræktunarbú ársins 2011. Myndband með þessari frétt var gert af Félagi Hrossabænda og sést á þessari samantekt svipmyndir frá sigrum Auðsholtshjáleigu árið 2011.
[...Meira]

Álfadís með heiðursverðlaun

1.12.2011
Á vef Gangmyllunar hjá Olil Amble og Berg Jónssyni er að finna áhugaverða grein. Þar er fjallað um heiðursverðlaunaviðurkenningu Álfadísar frá Selfossi sem ræktandi hennar tók við á Hrossarækt 2011 og fl.
[...Meira]

Verður Spuni á Landsmóti 2012?

Viðtal við Ólaf og Finn í Vesturkoti

29.11.2011
Þetta ár var sérstaklega gott hjá ræktunarbúinu Vesturkoti en hinn glæsilegi 5 vetra stóðhestur Spuni frá frá Vesturkoti toppaði öll met sem sett hafa verið og yfirgaf Landsmót á þessu ári sem hæst dæmdi hestur allra tíma. Sú spurning sem er nú á allra vörum, hvað gerist með Spuna á næsta ári?
[...Meira]

Fyrsti þátttakandinn frá Austurríki á Old Heroes á HM 2013 er Blær frá Minni Borg

28.11.2011
Þrír stórgæðingar til viðbótar boða komu sína á ,,Old Heroes'' á HM 2013 í Berlin. Gordon frá Stóru Ásgeirsá (1988) heimsmeistari í skeiði ásamt Didda Bárðar. Gordon er í fantaformi en hann er í eigu Bernd Schliekermann.
[...Meira]

Albróðir Korgs frá Ingólfshvoli vann folaldasýningu hjá HÖ

26.11.2011
Í dag var haldin hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélgags Ölfus í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Ellefu folöld voru sýnd og voru það áhorfendur sem völdu þjú efstu sætin. Áhorfendur voru á einu máli um að Kolbeinn frá Gljúfurholti sem er ræktaður af  Erni Karlssyni væri fegursta folaldið á sýningunni.
[...Meira]

Íslenskir hestar á Times Square

7.11.2011
Ljósaskiltin og umferðarniðurinn á Times Square í New York eru ekki beinlínis náttúrulegt umhverfi íslenska hestsins, enda vöktu gæðingarnir Klerkur og Dagfari talsverða athygli þegar þeir spókuðu sig þar í morgun. Hestarnir komu fram í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Good Morning America, fyrir framan 4,5 milljónir áhorfenda.
[...Meira]

Jóhann knapi ársins

varð heimsmeistari í tölti í fimmta sinn

6.11.2011
Uppskeruhátið hestamanna fór fram á Broadway í gærkvöldi og var mikið um dýrðir.  Þetta var stórt ár í keppnishestamennskunni og því mörgu að fagna þegar árið er gert upp. Dagskrá kvöldsins var hefðbundin. Haraldur Þórarinsson bauð gesti hjartanlega velkomna og setti hátíðina formlega. Að því búnu var komið að veislustjóra kvöldins, Halldóri Gylfasyni leikara að taka við stjórninni.
[...Meira]

Mynduð nakin inni í hestshræi

Fékk hugmyndina úr Stjörnustríðsmynd

4.11.2011
Tuttugu og eins árs gömul kona frá Oregon, Bandaríkjunum, skreið nakin inn í hestshræ og lét taka myndir af sér. Þessar myndir af Jasha Lottin hafa vakið mikinn óhug en hún verður ekki ákærð fyrir þetta athæfi sitt.
[...Meira]

Heimsókn á Blesastaði 2010

2.10.2011
Hrosaræktarbúið Blesastaðir er eitt af stórkostlegustu búum landsins og er þá vægt til orða tekið. Kvikmyndatökumaður Ben Media var á ferðinni þar um mitt ár 2010 og festi nokkur brot úr lífi fólksins á Blesastöðum á filmu.
[...Meira]

Upprifjun frá Landsmóti 1994

Rauðhetta frá Kirkjubæ og Orri frá Þúfu

30.09.2011
Á meðfylgjandi myndböndum má sjá skemmtileg myndbrot frá Landsmóti hestamanna frá árinu 1994 en þar er helst að minnast sýningu Þórðar Þorgeirssonar á Rauðhettu frá Kirkjubæ. Einnig er hér að sjá magnaða spretti Orra frá þúfu ásamt uppákomu hjá Bjarkari frá Efri Brú.
[...Meira]

Byggingadómar í Zachow

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

29.09.2011
Byggingadómar hófust í morgun á kynbótasýningu sem nú er haldin í Zachow í Þýskalandi. Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirsson er farin að láta til sín taka á öllum sviðum í nýju landi, en hann aðstoðaði Stefan Schenzel við mælingu hrossana í morgun. Meðfylgjandi eru byggingadómar sýningarinnar.
[...Meira]
Útrásarvíkingurinn Þórður Þorgeirs, sýnir eitt hross!

Alþjóðlega Skeiðmeistaramótið í Zachow

Sýningarskrá kynbótahrossa

28.09.2011
Það er mikið um að vera á búgarði Gunter Weber, Zachow í Þýskalandi næstu daga. Ídag hófust byggingadómar á hinni árlegu kynbótasýningu sem þar er haldin og lýkur sýningunni þann 30. September á yfirlitssýingu.
[...Meira]

Íslenski hesturinn í Game of Thrones

Game of Thrones kemur úr smiðju bandaríska sjónvarpsrisans HBO

28.09.2011
Íslenski hesturinn verður töluvert notaður í upptökum á sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er tökulið þáttanna væntanlegt hingað til lands í nóvember.
[...Meira]
Orri frá Þúfu á Landsmóti 1994