Röðun hrossa á kynbótasýningu á Mið-Fossum dagana 1.-2. júní

25.05.2016
 Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 1.-2.maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 miðvikudaginn, 1. júní. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 2.júní frá kl. 9:00 til 12:00.
[...Meira]

Kynbótasýning á Hólum í Hjaltadal 6.-10. júní

25.05.2016
 Kynbótasýning fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 6.-10. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
[...Meira]

Kynbótasýningu í St.Radegund lokið

24.05.2016
 Kynbótasýningu í St.Radegund í Austurríki lauk í dag. Hæst dæmda hross sýningarinnar var Spunasonurinn Fróði frá Brimnesi en hann kom út með 8,09. Knapi Fróða var Þórður Þorgeirsson.
[...Meira]

Thór-Steinn frá Kjartansstöðum í flottar tölur á Selfossi

23.05.2016
 Thór-Steinn frá Kjartansstöðum fór í flottar tölur nú í dag á kynbótasýningu á Selfossi og fékk hann 8,34. Thór-Steinn hefur ekki verið sýndur áður þar sem hann slasaðist og er greinilegt að hann er nú búinn að ná sér að fullu. 
[...Meira]

Skráningarfrestur framlengdur á seinni vikuna á Mið-Fossum

23.05.2016
 Skráningarfrestur á kynbótasýninguna á Mið-Fossum dagana 6. til 10. júní hefur verið framlengdur fram á miðnætti á föstudag 27. maí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“.
[...Meira]

Kynbótasýning í Austurríki - Sýningarskrá

23.05.2016
 Kynbótasýning hófst í morgun í St.Radegund í Austurríki og var byggingardómum að ljúka rétt í þessu. Þórinn vom Vindstaðir stendur þar efstur með 8,44 fyrir byggingu. Sýnandi er Þórður Þorgeirsson.
[...Meira]

Viðar Ingólfsson opnaði Kynbótasýningu á Selfossi – Sýningarskrá

23.05.2016
 Fyrsta hross í braut á Kynbótasýningu á Selfossi sem byrjaði í morgun var Kleópatra 5 vetra Aronsdóttir og fékk hún 8,05 en hún er undan Leistu frá Lynghóli sem stóð efst á Landsmóti 2006 í flokki fjögurra vetra hryssna. Sýnandi Kleópötru er Viðar Ingólfsson.
[...Meira]

Dómar eftir yfirlitssýningu á Sörlastöðum

20.05.2016
Yfirlitssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum í Hafnafirði lauk í dag. Meðfylgjandi eru dómar eftir yfirlit.
[...Meira]

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Fljótsdalshéraði dagana 26.-27.maí

19.05.2016
 Kynbótasýning verður á Iðavöllum í Fljótsdalshéraði dagana 26.-27.maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 fimmtudaginn, 26. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 27.maí frá kl. 9:00 til 11:00.
[...Meira]

Yfirlit á Sörlastöðum í Hafnarfirði.

19.05.2016
 Yfirlit kynbótasýningar á Sörlastöðum fer fram föstudaginn 20. maí og hefst kl. 9:00. Röð flokka verður með hefðbundnu sniði, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum. 
[...Meira]

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi dagana 23. til 27. maí

19.05.2016
 Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 23.-27. maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 23. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 27. maí. Alls eru 132 hross skráð á sýninguna. 
[...Meira]

Hollaröðun á kynbótasýningu Hlíðarholtsvelli Akureyri

18.05.2016
 Dómar kynbótahrossa fara fram á Hlíðarholtsvelli dagana 25.-27. maí n.k. 55 hross mæta til dóms og hefjast dómstörf miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30.  Hér að neðan má sjá röðun hrossa í holl. 
[...Meira]

Kynbótasýningar á Miðfossum, í Spretti og á Gaddstaðaflötum 30. maí - 10. júní

18.05.2016
 Kynbótasýningar fara fram á Miðfossum í Borgarfirði, í Spretti í Kópavogi og á Gaddstaðaflötum á Hellu, dagana 30. maí - 10. júní. Sýningin í Spretti er þegar full og einnig seinni vikan á Hellu. 
[...Meira]

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

18.05.2016
 Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
[...Meira]

Dómar eftir dag 1 á kynbótasýningu á Sörlastöðum

17.05.2016
 Eins og áður hefur verið greint frá þá hófust dómar á Sörlastöðum í Hafnafirði á dag. Hér að neðan má sjá dóma dagsins.
[...Meira]

Dómar hafnir á Sörlastöðum

17.05.2016
 Fyrsta kynbótasýning ársins hérlendis hófst stundvíslega klukkan 08.00 í morgun á Sörlastöðum í Hafnafirði og stendur hún yfir til 20 maí. Við látum hér fylgja með áður birta hollaröðum.
[...Meira]

Kynbótasýning á Fljótsdalshéraði 25.-27. maí

17.05.2016
 Kynbótasýning fer fram á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði dagana 25.-27. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
[...Meira]

Sýningargjald af kynbótahrossum á Landsmóti

12.05.2016
 Á Landsmóti 2016 á Hólum verður nauðsynlegt að innheimta sýningargjald af einstaklingssýndum kynbótahrossum á mótinu. Samningar hafa náðst á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landsmóts ehf.
[...Meira]

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sörlastöðum 17.-20. maí

11.05.2016
 Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði 17.-20. maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 17. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 20. maí og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 99 hross skráð til dóms.
[...Meira]

Dómum lokið í Berlar

11.05.2016
 Kynbótasýningu í Berlar Þýskalandi lauk nú í morgun. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar.
[...Meira]
Þórður Þorgeirsson