Kynbótasýningar 2012

Drög að sýningaráætlun

13.01.2012
Áætlað er að halda fyrstu kynbótasýningu ársins í Skagafirði dagana 20. Og 21. Apríl næstkomandi. Fagráð í hrossarækt samþykkti á fundi sínum í desember 2011 eftirfarandi drög að sýningaráætlun kynbótadóma árið 2012.
[...Meira]

Stóðhestavefur Hófapressunnar

Einfalt skráningarkerfi

10.01.2012
Stóðhestavefur Hófapressunnar er að verða klár og nú geta stóðhestaeigendur skráð sína hesta sjálfir hér á vefnum. Skráningarkerfið er mjög einfalt og fara skráningar sjálfkrafa í gagnagrunn okkar. Verð fyrir skráningu árið 2012 er aðeins 5000 krónur, verð er án vsk.
[...Meira]

WorldFengur fagnar nýjum áskorunum á árinu 2012

2.01.2012
Nú þegar árið 2012 er gengið í garð og árið 2011 er að baki þá er ástæða til að fagna þeim tækifærum sem bíða á nýju ári. WorldFengur heldur inn í sitt 11 ár og verkefnin eru ærin.
[...Meira]

WorldFengur opnar nýja heima

31.12.2011
WorldFengur er nú opinn fyrir alla án endurgjalds. Hægt er að leita að hrossum eftir nafni, uppruna og örmerki og þá eru allar niðurstöður kynbóta- (FIZO) og íþróttasýninga (FIPO) aðgengilegar öllum.
[...Meira]

DVD frá Landsmóti í jólapakkann

17.12.2011
Nú eru DVD diskarnir frá Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar komnir út. Þetta er meira en átta klukkustunda efni af bestu gæðingum og kynbótahrossum landsins.
[...Meira]

Kristinn Valdimarsson ræktunarmaður Fáks 2011

8.12.2011
Kristinn Valdimarsson, eða Kiddi í Barka eins og hann er yfirleitt kallaður, náði þeim merka áfanga að verða ræktunarmaður Fáks 2011 fyrir stóðhestinn Barða frá Laugarbökkum.
[...Meira]

World Fengur opinn að hluta

7.12.2011
Í tilefni af 10 ára afmæli WorldFengs, upprunaættbókar íslenskra hestsins, og 20 ára afmæli Fengs, skipulags skýrsluhaldskerfis í hrossarækt á Íslandi, þá verður WorldFengur opnaður að hluta fyrir alla fyrir lok ársins 2011.
[...Meira]

Ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga - samantekt af því besta

1.12.2011
Eins og öllum er kunnugt þá var ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga valið Ræktunarbú ársins 2011. Myndband með þessari frétt var gert af Félagi Hrossabænda og sést á þessari samantekt svipmyndir frá sigrum Auðsholtshjáleigu árið 2011.
[...Meira]

Álfadís með heiðursverðlaun

1.12.2011
Á vef Gangmyllunar hjá Olil Amble og Berg Jónssyni er að finna áhugaverða grein. Þar er fjallað um heiðursverðlaunaviðurkenningu Álfadísar frá Selfossi sem ræktandi hennar tók við á Hrossarækt 2011 og fl.
[...Meira]

Verður Spuni á Landsmóti 2012?

Viðtal við Ólaf og Finn í Vesturkoti

29.11.2011
Þetta ár var sérstaklega gott hjá ræktunarbúinu Vesturkoti en hinn glæsilegi 5 vetra stóðhestur Spuni frá frá Vesturkoti toppaði öll met sem sett hafa verið og yfirgaf Landsmót á þessu ári sem hæst dæmdi hestur allra tíma. Sú spurning sem er nú á allra vörum, hvað gerist með Spuna á næsta ári?
[...Meira]

Albróðir Korgs frá Ingólfshvoli vann folaldasýningu hjá HÖ

26.11.2011
Í dag var haldin hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélgags Ölfus í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Ellefu folöld voru sýnd og voru það áhorfendur sem völdu þjú efstu sætin. Áhorfendur voru á einu máli um að Kolbeinn frá Gljúfurholti sem er ræktaður af  Erni Karlssyni væri fegursta folaldið á sýningunni.
[...Meira]

Ræktunarbú HEÞ 2011 er Ytri-Bægisá I

Sex bú voru tilnefnd

26.11.2011
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga var haldinn þann 24. nóvember í Ljósvetningabúð. Fjölmenni var á fundinum eða um 70 manns en þessir fundir hafa ávalt verið vel sóttir af hestaáhugafólki á Norðausturlandi.
[...Meira]

Hófapressan í Vesturkoti

26.11.2011

Hófapressan heimsótti Vesturkot í dag þar sem sá stórkostlegi stóðhestur Spuni býr ásamt eiganda sínum.  Við mynduðum nokkur áhugaverð tryppi eins og t.d tveggja vetra bróðir Spuna, Strák frá Vesturkoti.

[...Meira]

Hrossaræktin 2011 komin út

22.11.2011
Síðastliðinn laugardag, á hrossaræktarráðstefnu fagráðs, kom út bókin "Hrossaræktin 2011." Bókin er ársrit hrossaræktarinnar, hugmynd sem byggð er að hluta til á eldri samnefndri bók sem BÍ gaf út um árabil. Að útgáfunni stendur hópur áhugafólks um hrossarækt sem einnig hefur gefið út stóðhestabók, haldið stóðhestasýningar og rekur vefinn stodhestar.com.
[...Meira]

Erindi Kristinns á Hrossarækt 2011

Hvað með að sýna kynbótahross á tveimur völlum samtímis

22.11.2011
Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og formaður fagráðs í hrossarækt ræddi um framtíðarsýn kynbótahrossa á Landsmóti á Hrossarækt 2011. Eftir upplestur erindi síns voru umræðuhópar myndaðir og spunnust þar stórskemmtilegar umræður.
[...Meira]

Haustfundur og val á ræktunarbúi ársins hjá HEÞ

Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa

21.11.2011
Hinn árlegi haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð fimmtudaginn 24. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð erindi á dagskrá: Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa og Guðlaugur Antonsson fer yfir árið í hrossaræktinni.
[...Meira]

Folaldasýning HSS

haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum

21.11.2011
Folaldasýning Hrossaræktarsambands Skagafirðinga verður haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum sunnudaginn 27 .nóvember næstkomandi og hefsthún kl. 13.30.
[...Meira]

Auðsholtshjáleiga ræktunarbú ársins 2011

19.11.2011
Auðsholtshjáleiga var valið ræktunarbú ársins á ráðstefnunni Hrossarækt 2011 sem lauk nú rétt í þessu á Hótel Sögu. Auðsholtshjáleiga, bú Gunnars Arnarssonar, Kristbjörgu Eyvindsdóttur og barna átti stórkostlegt ár og kom þetta val nefndarinnar fáum á óvart.
[...Meira]

Hrossarækt 2011

Dagskrá dagsins

19.11.2011
Ráðstefnan Hrossarækt 2011 verður haldin á Hótel Sögu í dag laugardaginn 19. nóvember og hefst á setningu Kristinns Guðnasonar formanns Fagráðs í hrossarækt kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.
[...Meira]

Stóðhestavefur Hófapressunnar

Skráningargjald aðeins FIMM þúsund kall árið

15.11.2011
Hófapressan mun opna magnaðan stóðhestavef  innan fárra vikna. Samstarfsaðili Hófapressunnar, Ben Media EHF hefur ljáð okkur ÖLL myndbönd af stóðhestum, afkvæmum og foreldrum sem fyrrirtækið hefur myndað síðasta átatug og er það án endurgjald fyrir eigendur sem skrá sína stóðhesta hjá okkur.
[...Meira]
Orri frá Þúfu á Landsmóti 1994