Úrslit frá Vetrarleikum Fáks

21.03.2016
  Það má með sanni segja að vetrarleikar Fáks hefi ekki staðið undir nafni þennan fallega vordag í mars. Sólin baðaði knapa og hesta geislum sínum svo það var ekkert vetrarlegt við þessa leika nema dagssetningin. Þátttakan var sæmileg, margir að vísu í fermingarstússi eða á framhaldsskólamóti, en þeir sem mættu voru vel ríðandi.
[...Meira]

Áhugamanna deildin

Niðurstöður úr slaktaumatöltinu

18.03.2016
 Frábær mæting var í Samskipahöllinni í kvöld en þar fór fram Hraunhamars slaktaumatölt í Gluggar og Gler deild Spretts. Bekkirnir voru vel setnir og góður andi í húsinu eins og undanfarin keppniskvöld hér í Spretti. Mótið heppnaðist afar vel, mikill metnaður og fagmennska í sýningum.
[...Meira]
KS Deildin

Bjarni Jónasar og Randalín sigruðu töltið

16.03.2016
  Bjarni Jónasson sigraði töltið á Randalín frá Efri-Rauðalæk með 8,17 í einkunn. Í öðru sæti varð Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá  Leysingjastöðum II –með 7,83 og  þriðja sæti var svo Þórarinn Eymundsson á Takt  frá Varmalæk með 7,67 í einkunn.
[...Meira]

Fjólubláa liðið leiðir Húnvetnsku liðakeppnina

14.03.2016
  Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts.
[...Meira]

Niðurstöður frá öðrum vetrarleikum Sleipnis

6.03.2016
Frábær þáttaka var á 2.Furuflísa-vetrarleikum Sleipnis í dag þann 5.mars. Alls voru 76 knapar skráðir til leiks og mikið af flottum hestum.
[...Meira]

Svínavatn 2016 - úrslit

4.03.2016
  Þá er lokið enn einu frábæru ísmóti á Svínavatni. Veður hefur oftast verið gott en en sjaldan eða aldei betra en nú, logn og sólskin. Skráningar voru um 130 og hrossin ótrúlega jöfn og góð miðað árstíma. Kærar þakkir til  starfsmanna, styrktaraðila og ekki síst til knapa sem margir komu um langan veg létu aldrei bíða eftir sér í brautina.
[...Meira]

Allar niðurstöður Suðurlandsmóts 2015

23.08.2015
 Sterku Suðurlandsmóti lauk nú í dag á Gaddstaðarflötum. Meðfylgjandi eru allar niðurstöður mótsins.
[...Meira]
Úrslit gæðingamót Þyts

Grágás glæsilegastur

19.08.2015
 Gæðingamót Þyts var haldið sl. laugardag á Hvammstanga í frábæru veðri, í það minnsta fram eftir degi samkvæmt vef Hestamannafélagins Þyts en þá fór að rigna af og til eins og hellt væri úr fötu, eins og sagt er á vefnum. Knapi mótsins valinn af dómurum var Rakel Gígja Ragnarsdóttir og glæsilegasti hestur mótsins einnig valinn af dómurum var Grágás frá Grafarkoti.
[...Meira]

Sætabrauðsdrengurinn vann töltið

15.03.2013
Sætabrauðsdrengurinn okkar í Ölfusinu vann töltið í Meistaradeildinni í gærkveldi á ofurhryssunni Vornótt frá Hólabrekku.
[...Meira]

KEA - Viðar sigraði fimmganginn

1.03.2013
Æsispennandi fimmgangs keppni KEA mótaraðarinnar var að ljúka þar sem Viðar Bragson og Þorbjörn Hreinn Matthíasson voru jafnir á toppnum og þurfti sætaröðun dómara til að finna sigurvegara.
[...Meira]

Guðmundur og Sólbjartur sigra fimmgang í MD 2013

1.03.2013
Guðmundur Björgvinsson sigraði Fimmgang í Meistaradeild í gærkveldi á Sólbjart frá Flekkudal með 7,90.
[...Meira]

Hans með þrennu á Ístölt Austurland

24.02.2013
Ístölt Austurland 2013 fór fram í blíðskaparveðri á Móavatni við Tjarnarland í gær. Þar fóru verðurguðirnir á kostum og göldruðu fram þessa brakandi blíðu, og gerðu daginn eftirminnilegan. Fáir útiviðburðir verða betra en veðrið þann daginn.
[...Meira]

Opið Þrígangsmót Spretts og Lýsis - Úrslit

23.02.2013
Opið Þrígangsmót Spretts og Lýsis fór fram föstudaginn 22.febrúar. Mótið gekk vel fyrir sig og hægt að hrósa keppendum fyrir að mæta á réttum tíma. Verðlaunin voru afar glæsileg og var það Lýsi sem var aðalstyrktaraðilinn að mótinu.
[...Meira]

Forkeppni í fjórgangi lokið á World Tölt

22.02.2013
Frauke Schenzel og Tígull frá Kronshof standa efst eftir forkeppni í fjórgangi á World Tölt sem nú stendur yfir í Danaveldi með 7.80. Úrslit eftir forkeppni eru eftirfarandi.
[...Meira]

Úrslit fyrsta móts í Mótaröð Neista

17.02.2013
Fyrsta mót í Mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi í gærkvöldi. Keppt var í T7, 1 hringur hægt tölt og 1 hringur frjáls ferð, í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki þ.e. 16 ára og yngri. Samkvæmt heimasíðu Neista var mjög góð skráning á tölt T7.
[...Meira]

Góð byrjun á Kjóavöllum!

-Úrslit fyrstu vetrarleika

17.02.2013
Fyrsta mót hins sameinaða hestamannafélags á Kjóavöllum fór fram laugardaginn 16. febrúar en þá var keppt á 1. vetrarleikum ársins. Keppt var á nýjum hringvelli, sem er hluti af nýju keppnissvæði sem stefnir í að verði eitt það alglæsilegasta á landinu.
[...Meira]

Sigurður sigraði í gæðingafimi

14.02.2013
Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi, úr liði Lýsis, sigruðu í gæðingafimi á öðru móti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum sem fram fór í kvöld. Sigurður var efstur eftir forkeppnina en sigraði með yfirburðum í úrslitakeppninni, með einkunnina 8,3.
[...Meira]

Úrslit fyrstu vetrarleika Sóta

12.02.2013
Fyrstu vetrarleikar Sóta, sem fóru fram síðastliðinn laugardag, voru með alveg nýju sniði. Í stað tölts og þrígangs var keppt í þrautabraut í nýja gerðinu og voru fimm lið skráð til leiks.
[...Meira]

Úrslit fyrsta vetrarmóts Geysis

4.02.2013
Fyrsta Vetrarmót Geysis 2013 var haldið nú um liðna helgi. Meðfylgjandi eru úrslit.
[...Meira]

Ísmót í góðu veðri

Úrslit

3.02.2013
Ísmót Sveitasetursins Gauksmýri og Hestamannafélagsins Þyts fór fram á Gauksmýrartjörn í gær en samkvæmt heimasíðu Þyts komu margir til að keppa, veðrið var frábært og ísinn spegilsléttur.
[...Meira]
The Uniqeness of Icelandic Horses | Equestrian World