Gústaf Ásgeir og Skorri frá Skriðulandi sigruðu slaktaumatöltið í KS Deildinni

6.04.2017
  Gústaf Ásgeir og Skorri frá Skriðulandi sigruðu slaktaumatöltið í KS Deildinni í gærkveldi með einkunina 8,04.
[...Meira]

Úrslit karla- og kvennatölts Mána

4.04.2017
 Karla- og kvennatölt Mána fór fram í Mánahöllinni laugardaginn 1. apríl.  Mótið var stórskemmtilegt í alla staði. Við viljum þakka Líflandi og Hamrabergi sérstaklega fyrir stuðninginn. Einnig viljum við þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd mótsins kærlega fyrir hjálpina sem og keppendum fyrir þátttökuna.
[...Meira]

Lokaniðurstöður 2017 - Áhugamannadeild Spretts

2.04.2017
 Lokahátíð Áhugamannadeildar Spretts – Gluggar og Gler deildin – var haldin síðastliðinn föstudag. Gestir voru liðin, þjálfarar, starfsmenn deildarinnar ásamt styrktaraðilum og öðrum boðsgestum. Á hátíðinni var frábærri mótaröð fagnað og ljóst er að Áhugamannadeildin hefur fest sig í sessi meðal hestamanna.
[...Meira]

Uppsveitadeildin 2017. Sigurvegarar í tölti og fljúgandi skeiði

2.04.2017
  Fjörið hófst í forkeppninni í tölti þar sem Þórarinn Ragnarsson og Hringur frá Gunnarsstöðum I sigruðu með nokkrum mun, eða 7,63 í einkunn. Matthías Leó Matthíasson og Nanna frá Leirubakka komu þar næst með 7.30 í einkunn. 
[...Meira]

Ylfa og Hákon sigurvegarar kvöldsins í Meistaradeild Líflands og æskunnar

27.03.2017
Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar var haldið í gær sunnudag. Það var Límtré Vírnet sem styrkti þetta mót og hlutu knapar glæsileg verðlaun og að auki fengu knapar í A- og B-úrslitum og fimm efstu í skeiðinu, 1 bretti af spónabölllum,  sem vitaskuld kætti foreldrana gríðarlega! 
[...Meira]

Hulda Gústafsdóttir og Birkir frá Vatni sigra fimmgang í Meistaradeild Cintamani

24.03.2017
  Eftir hörku spennandi keppni höfðu Íslandsmeistararnir Hulda Gústafsdóttir og Birkir frá Vatni sigur úr bítum í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani. 
[...Meira]

Lið Krappa sigrar Suðurlandsdeildina 2017 - ÚRSLIT

18.03.2017
 Lokakvöld Suðurlandsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi! Hestakosturinn var frábær, knaparnir til fyrirmyndar, keppnin hörð og fullt hús af áhorfendum.
[...Meira]

Glódís Rún vann fimmganginn í Meistaradeild Æskunnar

13.03.2017
 Það voru glæsilegir 36 knapar sem öttu kappi í fimmgangi í Meistaradeild Líflands og æskunnar í TM-Reiðhöllinni á sunnudaginn. Einbeitingin skein úr augunum hjá þessum knöpum framtíðarinnar enda ekki auðvelt verkefni að ná að stilla strengi og ná öllu út úr fimmgangshesti inn í reiðhöll. Toyota Selfossi gaf glæsileg verðlaun og þökkum við þeim fyrir það.
[...Meira]

Úrslit frá Vetrarleikum 2. hjá Sleipni

12.03.2017
 Annað vetrarmót Sleipnis 2017 var haldið í blíðskapar veðri að Brávöllum á Selfossi þann 11. mars og var þátttaka góð og mikið af  áhorfendum staddir að horfa á flotta gæðinga í braut.
[...Meira]

Árni Björn Pálsson og Skíma sigurvegarar

10.03.2017
 Æsi spennandi keppni er lokið í slaktaumatölti en þeir voru jafnir í efsta sæti liðsfélagarnir Árni Björn Pálsson á Skímu frá Kvistum og Jakob S. Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey.
[...Meira]

Þórarinn og Narri sigra fimmganginn í KS Deildinni

9.03.2017
  Þórarinn  og Narri sigruðu fimmganginn í KS Deildinni sem haldin var í gærkveldi með  7,17. 
[...Meira]

Úrslit vetrarleika Sóta og Brimfaxa

6.03.2017
 Vetrarleikar 2 - þrígangur Sóta og Brimfaxa fóru fram í blíðskaparvetrarveðri á Álftanesi laugardaginn 4 mars. Skráning var nokkuð jöfn frá báðum félögum og skiptust félögin á að eiga sigurvegara í öllum flokkum.
[...Meira]

Úrslit í Mánalottóinu

6.03.2017
 Þá eru úrslit ráðin í Mánalottóinu sem haldið var í annað sinn í gær. Jón Helgason (Jonni) og hesturinn Ási höfðu heppnina með sér að þessu sinni og riðu reiðleiðina á tímanum 23:28 og hljóta því Mánalottóið.
[...Meira]

Úrslit vetrarleika Ljúfs og Háfeta

6.03.2017
  Vel heppnaðir vetrarleikar Ljúfs og Háfeta fóru fram um liðna helgi og voru  úrslit eftirfarandi.
[...Meira]

Úrslit - Annað Vetrarmót Geysis

5.03.2017
 Vetrarmót Geysis var haldið í gær laugardaginn 4.Mars í Rangárhöllinni, Gaddstaðaflötum. Meðfulgjandi eru úrslit.
[...Meira]

Úrslit úr Top Reiter fimmgangi í Gluggar og Glerdeildinni 2017

5.03.2017
 Fyrir nær fullu húsi fór fram Top Reiter fimmgangurinn í Gluggar og Gler deildinni s.l. fimmtudag. Spennan var gífurleg enda flottir vinningar í boði og mörg stig í pottinum. 
[...Meira]

Suðurlandsdeildin tölt niðurstöður

1.03.2017
 Þriðja keppni Suðurlandsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi í Rangárhöllinni þar sem keppt var í tölti. Keppnin var hin glæsilegasta og voru mörg öflug hross sem mættu í braut. Virkilega ánægjulegt er að fylgjast með samstöðunni í liðunum og er óhætt að segja að keppninni fylgi virkilega góður andi. Húsfyllir í Rangárhöllinni í hverri keppni!
[...Meira]

Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum sigra Gæðingafimi

24.02.2017
 Bergur Jónsson og Katla frá Ketilsstöðum sigruðu glæislega gæðingafimina rétt í þessu með 8,63 í einkunn. Ég held að Bergur verði að teljast ótvíræður sigurvegari en hann heillaði stúkuna upp úr skónum með kraftmikilli og spennulausri sýningu. Þar á eftir var liðsmaður hans Elin Holst í öðru sæti og Frami frá Ketilsstöðum með 7.84 í einkunn. 
[...Meira]

Artemisia Bertus sigrar fjórganginn í KS Deildinni

23.02.2017
 Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu fyrstu keppni í  KS Deildinni sem fram fór í gær en þá var keppt í fjórgangi. Meðfylgjandi eru úrslit kvöldsins.
[...Meira]

Úrslit - Smali og bjórreið - vetrarmótaröð HS Orku og Mána

19.02.2017
  Laugardaginn 18. febrúar fór fram annað mótið í vetrarmótaröð HS Orku og Mána en keppt var í smala. Mikil og góð stemning var meðal keppenda og gesta og þótti mótið takast afar vel.
[...Meira]
Hreggviður frá Auðsholtshjáleigu