Landsmót 2011

Fjölmennur knapafundur

25.06.2011 - 11:35
Já, það er óhætt að segja að knapafundir á Landsmótum séu vel sóttir. Hátt í fjögur hundruð manns sóttu knapafund barna og unglinga um tíuleytið í morgun. Þar fór Sigurður Emil Ævarsson mótsstjóri yfir helstu atriði er snúa að keppninni eins og aðkomu keppanda að braut, fótaskoðun eftir keppni, heilbrigðisskoðanir keppnishrossa og fleira í þessum dúr.
Hann greindi frá því að teygjur í faxi hesta væru leyfilegar í keppni, að börn og unglingar mættu ríða með písk og svo framvegis.
 
Það var góð stemning í þessum stóra hópi og andlitin full eftirvæntingar. Börn og unglingar fengu að lokum afhentar knapagjafir sínar sem samastóðu af tösku frá Samskip, fóður, símahulstur og buff frá Líflandi háls og að sjálfsögðu þátttökupeningur frá Landsmóti hestamanna.

Veðrið leikur við okkur í dag á Vindheimamelum, sól og blíða og vitanlega leggst það rosalega vel í mannskapinn!
 
Frétt og mynd landsmot.is