Hvernig fer hann eiginlega að þessu? MYNDBAND

Þegar þú hélst að þú hefðir séð allt

08.09.2011 - 08:00
Það verður að segjast að dýrin eru sjaldnar klaufaleg en við mennirnir og klúðra ekki sínum málum jafn oft, sem veldur því að þegar þeim mistekst getur það verið alveg ótrúlega fyndið.
 
Þessi hestur mun eflaust ekki gera þessi mistök aftur, en í einhverju óðagoti tekst honum að klúðra sínum málum allrækilega og það er næstum því erfitt að skilja hvernig greyið fór eiginlega að þessu. Við skulum þó ekki örvænta því það var í lagi með hestinn, sem er einmitt ástæðan fyrir því að við getum hlegið að þessu, laus við allt samviskubit.

Myndbandið er stutt og laggott, þannig að fylgstu vel með. Þú vilt ekki missa af þessu!
 
Frétt pressan.is