Hestaníðingur á ferð í Kjós: Hryssa bólgin, blóðug og skorin

Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson

16.09.2011 - 14:03
Um síðastliðna helgi fannst slösuð hryssa í Laxárdal í Kjós. Eftir að hún hafi verið skoðuð af dýralækni kom í ljós að eitthvað óeðlilegt var að sem benti til þess að einhver eða einhverjir hafi valdið áverkum á hryssunni.
 
Áverkarnir komu í ljós þegar skoðað var undir taglrót hryssunnar. Var hryssan bólgin, blóðug og skorin.

Þetta er þriðja tilfellið þar sem slíkir óeðlilegir áverkar finnast á hryssu úr sama hestahólfi í Kjósinni. Á vef Kjósarhrepps er varað við manninum eða mönnunum og eru hestaeigendur og umráðamenn hrossa beðnir um að fylgjast vel með hestum í hestahólfum.
 
Frétt DV.is