Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs Loga

10.10.2011 - 09:29
Uppskeruhátíð æskulýðsstarfs hestamannafélagsins Loga var haldin 4. október í Grunnskólanum í Reykholti. Þar voru börn og unglingar samankomin til að halda upp á starfsárið. Farandgripurinn Feykir var veittur í æskulýðsstarfinu.
 
Sigga á Grund skar út skjöldinn en Jóhann Björn Óskarsson gaf hann í minningu sona sinna. Hann fer til þess "einstaklings sem á einn eða annan hátt hefur sýnt framfarir á sviði hestamennskunnar og jafnframt verið öðrum góð fyrirmynd."
 
Að þessu sinni hlaut Karítas Ármann skjöldinn, og er hún vel að honum komin. Eftir verðlaunaafhendinguna voru sýnd myndbrot frá landsmótsundirbúningi sumarsins, sem og frá uppsveitadeildarkeppnum vorsins.
 
Að venju var hlaðborð að hætti Logakrakka, og spjallað var fram eftir kvöldi. Mynd: Karitas Ármann og Jóhann B. Óskarsson